Svartsengislínan dottin út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Svartsengislínan dottin út

Svartsengislína Landsnets er dottin út. Það þýðir að rafmagn dettur af Svartsengi og Grindavík. Hins vegar eru vara rafmagnsstöðvar við Svartsengi sem eiga að detta inn og Landsnet er í viðbragðsstöðu með færanlegar rafstöðvar til að fara með til Grindavíkur.

Svartsengislínan dottin út

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Orkuverið í Svartsengi.
Orkuverið í Svartsengi. mbl.is/Eyþór

Svartsengislína Landsnets er dottin út. Það þýðir að rafmagn dettur af Svartsengi og Grindavík. Hins vegar eru vara rafmagnsstöðvar við Svartsengi sem eiga að detta inn og Landsnet er í viðbragðsstöðu með færanlegar rafstöðvar til að fara með til Grindavíkur.

Svartsengislína Landsnets er dottin út. Það þýðir að rafmagn dettur af Svartsengi og Grindavík. Hins vegar eru vara rafmagnsstöðvar við Svartsengi sem eiga að detta inn og Landsnet er í viðbragðsstöðu með færanlegar rafstöðvar til að fara með til Grindavíkur.

Líkt og mbl.is fjallaði um fyrir skömmu höfðu orkufyrirtækin mestar áhyggjur af því að Svartsengislína myndi fara, en það er vegna þess að hraun hefur runnið undir línuna. Sá gríðarlegi hiti sem kemur frá hrauninu veldur því að línan sígur og slær að lokum út og getur eyðileggst. 

Heitavatnsframleiðsla í Svartsengi er háð bæði köldu vatni og rafmagni, en kalda vatnið kemur með lögn úr Lágum, norðvestan við Svartsengi og rafmagn kom með Svartsengislínu. Kaldavatnslögnin er að hluta til í jörðu, líkt og heitavatnslögnin sem lögð var að hluta í jörð í febrúar eftir að heitt vatn fór af stórum hluta Suðurnesja.

Hraun hefur þegar runnið yfir báðar lagnirnar, en Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku og Run­ólf­ur Þór­halls­son, sett­ur sviðsstjóri al­manna­varna, eru bjartsýnir á að þær lagnir haldi.

mbl.is