Telur að Njarðvíkurlögnin haldi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Telur að Njarðvíkurlögnin haldi

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, telur líklegt að Njarðvíkurlögnin haldi en hraun er komið yfir hana og þá hefur hraun flætt undir rafmagnslínuna við Svartsengi.

Telur að Njarðvíkurlögnin haldi

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Ferðamenn að virða fyrir sér eldgosið í morgun.
Ferðamenn að virða fyrir sér eldgosið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, telur líklegt að Njarðvíkurlögnin haldi en hraun er komið yfir hana og þá hefur hraun flætt undir rafmagnslínuna við Svartsengi.

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, telur líklegt að Njarðvíkurlögnin haldi en hraun er komið yfir hana og þá hefur hraun flætt undir rafmagnslínuna við Svartsengi.

Runólfur segir að þetta séu þeir innviðir sem verið sé að horfa til en seint í nótt fór Grindavíkurvegurinn í sundur og er vegurinn þakinn hrauni á 600 metra kafla.

Sjötta eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni á þessu ári hófst klukkan 23.14 í gærkvöld með afar skömmum fyrirvara.

„Við erum að fara yfir þær sviðsmyndir sem geta komið upp. Við teljum þó líklegt að Njarðvíkurlögnin haldi þar sem hún er vel fergjuð,“ segir Runólfur við mbl.is.

Dregið hefur úr gosinu

Hann segir að vel sé fylgst með svokallaðri Svartsengislínu þar sem hraun hefur brotið sér leið undir hana og að verið sé að meta stöðuna fari svo að hún verði fyrir einhverjum skemmdum.

„Við höfum þær upplýsingar frá vísindamönnum á Veðurstofunni að dregið hafi úr gosinu en hraunið virðist vera það þunnt að það hefur náð að skríða vel áfram. Það eru allir í viðbragðsstöðu og þeir viðbragðsaðilar sem eru til staðar eru öllu vanir eftir hvert gosið á fætur öðru,“ segir Þórhallur.

mbl.is