Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir

Instagram | 22. nóvember 2024

Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir

Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, mætti með látum á samfélagsmiðilinn Instagram fyrr í vikunni og hefur á örfáum dögum sankað að sér tæplega 1.500 fylgjendum.

Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir

Instagram | 22. nóvember 2024

Brynjar Níelsson er sniðugur.
Brynjar Níelsson er sniðugur. mbl.is/Arnþór

Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, mætti með látum á samfélagsmiðilinn Instagram fyrr í vikunni og hefur á örfáum dögum sankað að sér tæplega 1.500 fylgjendum.

Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, mætti með látum á samfélagsmiðilinn Instagram fyrr í vikunni og hefur á örfáum dögum sankað að sér tæplega 1.500 fylgjendum.

Brynjar skipar, eins og alþjóð veit, þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum og vill að sjálfsögðu auka sýnileika sinn á samfélagsmiðlum og ná til fleiri.

Brynjar hefur deilt fjórum myndum á Instagram sem allar hafa vakið athygli en nýjasta færsla hæstaréttarlögmannsins, sem hann deildi í story á Instagram rétt í þessu, hefur þó vakið sérstaka athygli. Þar hvetur hann landsmenn til að byrja að fylgja sér á samfélagsmiðlinum og segist ætla að verðlauna fylgjendur sína með því að gera dagatal eins og slökkviliðsmennirnir, en aðeins ef hann nær 3.000 fylgjendum.

Til þess að sýna að honum sé alvara þá deildi hann mynd sem sýnir hvernig dagatalið gæti litið út. 

Verður dagatal Brynjars Níelssonar heitasta jólagjöfin í ár?
Verður dagatal Brynjars Níelssonar heitasta jólagjöfin í ár? Skjáskot/Instagram
mbl.is