Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að það veki furðu að bankarnir séu að hækka vexti fyrir sum lán á sama tíma og Seðlabanki Íslands sé að lækka vexti.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að það veki furðu að bankarnir séu að hækka vexti fyrir sum lán á sama tíma og Seðlabanki Íslands sé að lækka vexti.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að það veki furðu að bankarnir séu að hækka vexti fyrir sum lán á sama tíma og Seðlabanki Íslands sé að lækka vexti.
„Þetta er gegn því sem allir aðrir eru að vinna að. Hækkanirnar á verðtryggðum vöxtum eru meiri en hægt er að rekja til hækkunar markaðsvaxta undanfarið og bankarnir þurfa að svara fyrir það. Við þurfum öll að leggja af mörkum fyrir sameiginlegan árangur. Það er eins og bankarnir séu alls ekki í takt við samfélagið þegar svona er gengið fram,“ skrifar Bjarni í færslu sem hann birti á Facebook.
Hann tekur fram, að þetta sýni svo kannski öðru fremur að vaxtastigið sé enn of hátt og þurfi að lækka mjög hratt á næsta ári. Allar forsendur þess séu til staðar ef rétt sé haldið á málum.
„Markaðir virðast hins vegar óttast þá mynd sem teiknast upp í skoðanakönnunum þessa dagana - hærri skattar og meiri ríkisútgjöld. Það má ekki vanmeta áhrif þess. Markaðir gera aðeins ráð fyrir rétt ríflega 1% vaxtalækkun á næsta ári. Í Bretlandi sáum við hvernig skattahækkanir hægðu á vaxtalækkunum fyrir skemmstu. Sú saga getur hæglega raungerst hér líka.“