Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles

Viðskiptalífið | 22. nóvember 2024

Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles

Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til íslenska reiðhjólaframleiðandans Lauf Cycles þar sem hún mun gegna hlutverki forstöðumanns markaðs- og kynningarmála.

Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles

Viðskiptalífið | 22. nóvember 2024

Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til Lauf Cycles sem …
Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til Lauf Cycles sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála. Ljósmynd/Aðsend

Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til íslenska reiðhjólaframleiðandans Lauf Cycles þar sem hún mun gegna hlutverki forstöðumanns markaðs- og kynningarmála.

Dana Rún Hákonardóttir hefur verið ráðin til íslenska reiðhjólaframleiðandans Lauf Cycles þar sem hún mun gegna hlutverki forstöðumanns markaðs- og kynningarmála.

Fram kemur í tilkynningu Lauf Cycles að Dana komi til að sjá um uppbyggingu vörumerkisins á alþjóðamarkaði. Hún hafi BA-gráðu í Music and Media Management frá London Metropolitan og M.Sc.-gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. 

Dana er með víðtæka reynslu í markaðsmálum og viðskiptaþróun en hún starfaði síðast hjá nýsköpunarfyrirtækinu DTE, sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála.

Þá starfaði hún hjá Brandenburg auglýsingastofu, og hafði umsjón með markaðssetningu farsímaleiða og búnaðar hjá Símanum, einnig hjá Plain Vanilla Games, við þróun QuizUp.

„Reynsla og innsýn Dönu í markaðssetningu, viðburðar- og vörumerkjastjórnun, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum mun styrkja Lauf til muna. Hún mun gegna lykilhlutverki í að efla sambönd við viðskiptavini okkar í Bandaríkjunum og áframhaldandi sókn á aðra markaði,” segir Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri og stofnandi Lauf Cycles í tilkynningunni.

„Ég er afar spennt fyrir þessu nýja hlutverki hjá Lauf Cycles. Fyrirtækið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega hönnun og gæði. Það er frábært tækifæri að taka þátt í því að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins,” segir Dana einnig í tilkynningunni. 

mbl.is