Rússnesk stjórnvöld segjast ekki vera í neinum vafa um að bandarísk stjórnvöld hafi skilið aðvörun Vladimír Pútíns Rússlandsforseta þegar Rússar skutu nýrri meðaldrægri eldflaug í átt að Úkraínu sem getur borið kjarnaodda.
Rússnesk stjórnvöld segjast ekki vera í neinum vafa um að bandarísk stjórnvöld hafi skilið aðvörun Vladimír Pútíns Rússlandsforseta þegar Rússar skutu nýrri meðaldrægri eldflaug í átt að Úkraínu sem getur borið kjarnaodda.
Rússnesk stjórnvöld segjast ekki vera í neinum vafa um að bandarísk stjórnvöld hafi skilið aðvörun Vladimír Pútíns Rússlandsforseta þegar Rússar skutu nýrri meðaldrægri eldflaug í átt að Úkraínu sem getur borið kjarnaodda.
„Við erum í engum vafa um að núverandi ríkisstjórn í Washington hefur haft tækifæri til að kynna sér þessa tilkynningu og skilja hana,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, einum degi eftir að flauginni var skotið á loft.
Pútín varaði í gær við því að Rússar gætu beitt sömu eldflaugum gegn þeim ríkjum sem hafa heimilað Úkraínuher að skjóta langdrægum eldflaugum að rússneskri grundu, sem eru Bretland og Bandaríkin.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt ákvörðun Rússa um að skjóta eldflauginni á loft. Hann segir þetta sýna „hversu hættulegt þetta stríð er“.
„Það að Pútín hafi núna notað meðaldræga eldflaug til að skjóta á úkraínskt landssvæði er hræðileg stigmögnun,“ sagði Scholz.