Norður-Kóreumenn fengu eldflaugavarnarkerfi frá Rússum í skiptum fyrir hermenn í stríðinu gegn Úkraínu.
Norður-Kóreumenn fengu eldflaugavarnarkerfi frá Rússum í skiptum fyrir hermenn í stríðinu gegn Úkraínu.
Norður-Kóreumenn fengu eldflaugavarnarkerfi frá Rússum í skiptum fyrir hermenn í stríðinu gegn Úkraínu.
Þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, Shin Won-sik, greindi frá þessu í viðtali við sjónvarpsstöðina SBS.
„Það hefur komið í ljós að búnaður og eldflaugavarnarkerfi sem miðast við að styrkja berskjaldaðar loftvarnir Pyongyang hafa verið fluttar til Norður-Kóreu,“ sagði Shin.
Rússar eru einnig sagðir hafa útvegað Norður-Kóreu yfir milljón tunnur af olíu síðan í mars á þessu ári. Þau tíðindi byggja á gervihnattamyndum frá samtökunum Open Source Centre sem eru óhagnaðardrifin og starfa í Bretlandi.