Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaganum en sjötta eldgosið á þessu ári hófst á Sundhnúkagígaröðinni í fyrrakvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaganum en sjötta eldgosið á þessu ári hófst á Sundhnúkagígaröðinni í fyrrakvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að sífellt sé verið að endurmeta stöðuna vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaganum en sjötta eldgosið á þessu ári hófst á Sundhnúkagígaröðinni í fyrrakvöld.
Hraunstraumurinn úr gosinu hefur valdið töluverðum usla á innviðum en Grindavíkurvegurinn fór til að mynda í sundur, 350 bílastæði við Bláa lónið fóru undir hraun og hraun rann undir Svartsengislínu sem olli rafmagnsleysi í Grindavík.
„Það voru ráðstafanir í gær til þess að loka götum við Bláa lónið sem mikilvægt var að halda opnum fram á síðustu stundu. Við erum með allt okkar besta fólk í vakta svæðið á hverri stundu og það er sífellt verið að endurmeta stöðuna,“ sagði Bjarni við mbl.is eftir fund ríkistjórnarinnar í morgun.
Á ríkisstjórnarfundinum voru nokkur mál tengd eldsumbrotunum til umræðu en dregið hefur töluvert úr hraunrennslinu frá því í gær.
„Heilt yfir séð þá finnst okkur á þessum tímapunkti að við höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi en það er enn nokkur kraftur í því og mikilvægt að fylgjast vel með. Við erum aðallega að beina sjónum okkar að þessum mikilvægustu innviðum, heitu og köldu vatni og rafmagni,“ segir Bjarni.
Bjarni segir ljóst að það þurfi að endurgera bílastæðin við Bláa lónið en hins vegar séu það aðkomuleiðirnar sem þurfi að tryggja að séu opnar og vinna standi yfir að meta það.
„Bílastæðagerðin er mál sem Bláa lónið sér væntanlega sjálft um en okkar hlutverk snýr meira að því að passa upp á heitt og kalt vatn, rafmagn, flutningslínur og öryggi fólks á svæðinu,“ segir hann.