Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar í gærkvöldi við að biðja fólk um að virða tilmæli um fara ekki að eldgosinu í Sundhnúkagígum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar í gærkvöldi við að biðja fólk um að virða tilmæli um fara ekki að eldgosinu í Sundhnúkagígum.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar í gærkvöldi við að biðja fólk um að virða tilmæli um fara ekki að eldgosinu í Sundhnúkagígum.
Meðal annars var á einum stað komin rúta með erlendum ferðamönnum sem ætluðu út í hraunið í myrkrinu til að sjá eldgosið berum augum, auk þess sem Íslendingar ætluðu einnig að skoða það.
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, kom fólkið að úr nokkrum áttum.
„Auðvitað er fullur skilningur á að það er spennandi að sjá eldgos,” segir Hjördís en nefnir að myrkur sé á svæðinu, ískalt og gosmengun, auk þess sem engin bílastæði séu fyrir bíla.
Hjördís segir að áfram verði fylgst með framgangi hraunrennslis í dag. Í gær hafi tekist að koma í veg fyrir að hraun kæmist í gegnum gat á varnargarði skammt frá Bláa lóninu. Varnargarðarnir hafi verið byggðir þannig að hraunið kæmist ekki að lóninu og að landslagið hafi þar hjálpað til.