Rockville borholan tekin í notkun á nýju ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. nóvember 2024

Rockville borholan tekin í notkun á nýju ári

Vonir standa til að Rockville-borholan á Reykjanesi verði tekin til notkunar í ársbyrjun í janúar en upphaflega stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember.

Rockville borholan tekin í notkun á nýju ári

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. nóvember 2024

Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar …
Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Vonir standa til að Rockville-borholan á Reykjanesi verði tekin til notkunar í ársbyrjun í janúar en upphaflega stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember.

Vonir standa til að Rockville-borholan á Reykjanesi verði tekin til notkunar í ársbyrjun í janúar en upphaflega stóðu vonir til að hún yrði komin í notkun í lok desember.

Er það vegna seinkunar í afhendingu á sértækum búnaði sem ekki næst að taka borholuna í notkun fyrr en á nýja árinu.

Þegar svokölluð Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur í febrúar á þessu ári raungerðist sú erfiða staða að Suðurnesin voru heitavatnslaus.

Tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu

Undirbúningsvinna er þó í fullum gangi og er þegar búið að setja upp spennistöð fyrir rafmagn við borstæðið, gufukatlar sem leigðir voru eru á leið til landsins og unnið er að lagningu stofnlagna. Þá er gert ráð fyrir að álagsprófunum verði lokið um áramótin.

Þetta kom fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í morgun.

Í kjölfarið tóku stjórnvöld forystu um leit að heitu vatni á Reykjanesi. Lagður var til 1 milljarður kr. í jarðhitaleit á Suðurnesjum til að tryggja neyðarhitaveitu á svæðinu.

Halda veitukerfi HS Orku frostfríu.

Með Rockville borholunni til forhitunar og einni varmaskiptistöð, sem kynnt er með olíuknúnum gufukötlum, áætla sérfræðingar Verkís að hægt verði að framleiða samtals um 50 l/sek. af 80-85°C heitu vatni, sem nægir til að halda veitukerfi HS Orku frostfríu.

Um 150-200 l/sek. af 80-85°C heitu vatni þarf hins vegar til að halda húsnæði á Suðurnesjum frostfríu, og er nú unnið að undirbúningi þess að leigja fleiri gufukatla svo hægt sé að bregðast við, komi sú staða upp aftur að virkjunarinnar í Svartsengi njóti ekki við.

mbl.is