Stargoði ný fuglategund á Íslandi

Krúttleg dýr | 22. nóvember 2024

Stargoði ný fuglategund á Íslandi

Stargoði er nýr fugl sem bætist við fuglaflóruna á Íslandi. Ungi fuglaskoðarinn Kristján Reynir Ívarsson fann fuglinn á Höfn í gær þar sem hann var kominn í vetrarbúning. 

Stargoði ný fuglategund á Íslandi

Krúttleg dýr | 22. nóvember 2024

Stargoðinn var í vetrarbúning er sást til hans á Höfn …
Stargoðinn var í vetrarbúning er sást til hans á Höfn í gær. mbl.is/Jóhann Óli Hilmarsson

Stargoði er nýr fugl sem bætist við fuglaflóruna á Íslandi. Ungi fuglaskoðarinn Kristján Reynir Ívarsson fann fuglinn á Höfn í gær þar sem hann var kominn í vetrarbúning. 

Stargoði er nýr fugl sem bætist við fuglaflóruna á Íslandi. Ungi fuglaskoðarinn Kristján Reynir Ívarsson fann fuglinn á Höfn í gær þar sem hann var kominn í vetrarbúning. 

Jóhann Óli Hilmarsson, fréttaritari mbl.is, var á svæðinu og náði mynd af fuglinum. 

Sjötta nýja tegundin á árinu

Stargoðinn er sjötta nýja fuglategundin sem finnst á eða við landið á árinu. Hvert ár bætast við ein til sex fuglategundir á listann. Er íslenski fuglalistinn nú kominn í 416 tegundir. 

Tegundin er skyld flórgoða og verpir í votlendi. Hann er um 28 til 30 sentímetrar að lengd og 300 til 400 grömm að þyngd.

Á veturna er hann svartur og grár með rauð augu en á sumrin er hann svartur með gulleitum fjaðrabrúskum á höfði og rauðum síðum. 

mbl.is