Svíar virða ögranir Rússa að vettugi

Úkraína | 22. nóvember 2024

Svíar virða ögranir Rússa að vettugi

Svíþjóð mun ekki láta ögranir Rússlands hafa áhrif á sig, sagði Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði vestræn ríki við árásum ef þau útvega Úkraínumönnum vopn.

Svíar virða ögranir Rússa að vettugi

Úkraína | 22. nóvember 2024

Rustem Umerov (til vinstri) og Pal Jonson á blaðamannafundinum.
Rustem Umerov (til vinstri) og Pal Jonson á blaðamannafundinum. AFP/Jessica Gow

Svíþjóð mun ekki láta ögranir Rússlands hafa áhrif á sig, sagði Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði vestræn ríki við árásum ef þau útvega Úkraínumönnum vopn.

Svíþjóð mun ekki láta ögranir Rússlands hafa áhrif á sig, sagði Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði vestræn ríki við árásum ef þau útvega Úkraínumönnum vopn.

Jonson greindi frá þessu er hann tilkynnti um „umtalsverðan peningastyrk“ til Úkraínu til að kaupa langdrægar eldflaugar og dróna.

„Tilraun til að hræða okkur“

„Stigmögnun Rússa og ögranir sem við höfum orðið vör við undanfarið er tilraun til að hræða okkar frá stuðningi við Úkraínu og það mun mistakast. Það mun ekki gerast,“ sagði Jonson á blaðamannafundi í Stokkhólmi eftir fund sem hann átti með Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu.

„Það að styðja Úkraínu er bæði það rétta í stöðunni og það skynsamlega í stöðunni og þetta er fjárfesting í okkar eigin öryggi vegna þess að öryggi Úkraínu er einnig okkar öryggi,“ sagði hann.

mbl.is