Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. nóvember 2024

Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, segir enn hraunrennsli við Bláa lónið, en að hægt hafi verulega á því.

Væri komið yfir innviði ef ekki væru varnargarðar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 22. nóvember 2024

Hraunið kem­ur úr þrem­ur gíg­um og renn­ur að mestu til …
Hraunið kem­ur úr þrem­ur gíg­um og renn­ur að mestu til vest­urs. Eggert Jóhannesson

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, segir enn hraunrennsli við Bláa lónið, en að hægt hafi verulega á því.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, segir enn hraunrennsli við Bláa lónið, en að hægt hafi verulega á því.

„Það eru ekki miklar breytingar síðan í gær, það hefur verið stöðugt í nótt,“ segir Benedikt í samtali við mbl.is. 

Tíunda gosið, og það sjötta á þessu ári, á Sund­hnúkagígaröðinni hófst klukk­an 23.14 á miðvikudagskvöld. Af­lög­un sem mæld­ist áður en eld­gosið kom upp var mun minni en áður og voru merk­in veik­ari en í fyrri at­b­urðum.

Hafa ekki áhyggjur af innviðum

Hann segir þrjá virka gíga en sá í miðjunni er sá sem fæðir hrauntunguna sem fór að Bláa lóninu. Hraunrennslið stefni enn í vestur og sé komið vestur fyrir Bláa lónið og dreifi úr sér þar.

„En ekki nálægt neinum innviðum eins og er. Það er náttúrulega að renna þarna meðfram varnargörðunum og inn í Svartsengi og þar þykknar hraunið og menn eru bara að fylgjast með því,“ segir Benedikt.

„Þetta er náttúrulega mjög nálægt innviðum og þetta væri búið að renna yfir þá ef það væru ekki varnagarðar, en þeir halda og ég held eins og staðan sé núna þá hafa menn ekki áhyggjur af því að það fari að flæða yfir þá.“

mbl.is