Vantar stöðugleika í framboði af lax

Fiskeldi | 22. nóvember 2024

Vantar stöðugleika í framboði af lax

Illa hefur gengið að tryggja stöðugt framboð af íslenskum eldislax á innlendum fiskmörkuðum og hafa aðeins verið seld um markaðina um 22 tonn það sem af er ári.

Vantar stöðugleika í framboði af lax

Fiskeldi | 22. nóvember 2024

Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdarstjóri Reiknistofa fiskmarkaða, segir skorta vilja framleiðenda …
Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdarstjóri Reiknistofa fiskmarkaða, segir skorta vilja framleiðenda á laxi til að tryggja framboð á laxi á innlendum fiskmörkuðum. mbl.is{Eyþór Árnason

Illa hefur gengið að tryggja stöðugt framboð af íslenskum eldislax á innlendum fiskmörkuðum og hafa aðeins verið seld um markaðina um 22 tonn það sem af er ári.

Illa hefur gengið að tryggja stöðugt framboð af íslenskum eldislax á innlendum fiskmörkuðum og hafa aðeins verið seld um markaðina um 22 tonn það sem af er ári.

„Þetta er afskaplega lítið. Það er áhugi fyrir að kaupa og selja þetta en vantar bara að keyra á það,“ segir Bjarni Rúnar Heimisson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða (RFS) í samtali við 200 mílur.

Það þóttu mikil tíðindi 23. nóvember á síðasta ári er Arctic Fish seldu í fyrsta sinn lax úr sjókvíum sínum á Vestfjörðum á innlendum fiskmörkuðum, um tvo tonn. Laxeldisfélögin selja nánast alla sína framleiðslu sjálf eða í gegnum eigin sölufélög beint á erlenda markaði.

Töluverð eftirspurn hefur verið eftir laxinum hjá íslenskum afurðastöðvum, fisksölum og veitingahúsum. Bundnar voru vonir við að salan fyrir ári síðan væri upphafið að nýju skeiði sem myndi skila nýjung í íslenskan fiskiðnað.

Spurður hvernig hafi tekist til svarar Bjarni: „Nei það hefur vantað stöðugleika í framboði og bara alvöru skuldbindingu til að koma þessu þarna inn af einhverju viti. Það vantar viljann til að prófa sig áfram og skapa orðspor um stöðugleika. Það er erfitt að selja eitthvað sem er ekki alltaf til.“

Hann bendir á að aðrar fisktegundir séu nánast alla söludaga til á fiskmörkuðum landsins, þó í mismiklu magni.

Góð sala á erlenda markaði

Íslensku laxeldisfélögunum hefur gengið vel að selja afurðir sínar á erlenda markaði, að því sem 200 mílur komast næst. Eftirspurn eftir laxi sveiflast eftir árstíð á erlendum mörkuðum og er reynt eftir bestu getu að stilla af eldi og sláturtíð þannig að hægt sé að hámarka verð hverju sinni.

Þá herma heimildir 200 mílna að sum eldisfyrirtækin finna fyrir slíkri eftirspurn að kaupendur óska eftir meiri magni en fyrirtækin eru að framleiða. Vert er þó að geta þess að fyrirtækjunum hefur ekki enn tekist að fullýta þau leyfi til sjókvíaeldis sem þau hafa nú þegar, nemur árleg framleiðsla í dag  mögulega um helming þess sem fyrirtækin gætu framleitt ef allt gangi að óskum í rekstrinum.

Einnig hafa verið nokkrar áskoranir í framleiðslu á eldislaxi hér á landi og var ársframleiðsla lax úr sjókvíaeldi 40.847 tonn á síðasta ári sem er um tvö þúsund tonnum minni framleiðsla en árið 2022 og tæp fjögur þúsund tonn minna en 2021, en það var mesta framleiðsluár sjókvíaeldis frá upphafi.

mbl.is