Bestu andlitskremin fyrir 40 ára og eldri

Snyrtivörur | 23. nóvember 2024

Bestu andlitskremin fyrir 40 ára og eldri

Hver þekkir ekki húðvandamál sem spretta upp á þessum árstíma? Þegar loftið er þurrt og húðin jafnvel þurrari. Þá er í raun eina ráðið að smyrja á sig góðu andlitskremi og bíða eftir að það hlýni í veðri.

Bestu andlitskremin fyrir 40 ára og eldri

Snyrtivörur | 23. nóvember 2024

Nú þarf húðin á góðu rakakremi að halda.
Nú þarf húðin á góðu rakakremi að halda. Unsplash/Birgith Roosipuu

Hver þekkir ekki húðvandamál sem spretta upp á þessum árstíma? Þegar loftið er þurrt og húðin jafnvel þurrari. Þá er í raun eina ráðið að smyrja á sig góðu andlitskremi og bíða eftir að það hlýni í veðri.

Hver þekkir ekki húðvandamál sem spretta upp á þessum árstíma? Þegar loftið er þurrt og húðin jafnvel þurrari. Þá er í raun eina ráðið að smyrja á sig góðu andlitskremi og bíða eftir að það hlýni í veðri.

Hér eru nokkrar frábærar vörur sem hjálpa til við þurra og þroskaða húð. Húðin þarf hjálp frá rakameiri kremum þegar hún eldist. Húðin framleiðir minna af olíu og teygjanleiki húðarinnar er minni. Rakameiri húð lítur einnig yfirleitt betur út en rauðþrútin þurr húð.

CeraVe rakakrem

Rakakremið frá CeraVe er frábært alhliða krem sem hentar mörgum. Einnig er það á mjög góðu verði. Það er mjög rakamikið sem kemur jafnvægi á húðina en styrkir einnig ysta lag húðarinnar svo húðin finnur síður fyrir vandamálum. Kremið hentar þurri og mjög þurri húð bæði á andlit og líkama.

CeraVe Moisturising Cream. Það kostar 3.199 kr.
CeraVe Moisturising Cream. Það kostar 3.199 kr.

Vital Perfection frá Shiseido

Þetta styrkir örnæringanet húðarinnar og styður við endurnýjunarferli hennar sem þéttir, lyftir og birtir ásýnd húðarinnar.

Shiseido Vital Perfection krem kostar 22.499 kr.
Shiseido Vital Perfection krem kostar 22.499 kr.

BIOEFFECT Power Cream

Þetta krem er kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á hrukkum og fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar.

EGF Power Cream kostar 21.990 kr.
EGF Power Cream kostar 21.990 kr.

Moon Magic Serum frá Angan

Ekki rakakrem en þessir næturtöfrar eru rakagefandi og eru frábærir fyrir þurra húð. Formúlan inniheldur plöntubundið retinol sem vinnur á öldrunareinkennum húðarinnar. Það endurnýjar húðina, eykur raka og stinnleika. Örvar kollagenframleiðslu og dregur úr fínum línum og hrukkum með aðeins örfáum dropum. Án ilmefna og 100% náttúrulegt.

Moon Magic Bio-Retinol Serum frá Angan og kostar 15.800 kr.
Moon Magic Bio-Retinol Serum frá Angan og kostar 15.800 kr.

Andlitskrem frá ChitoCare

ChitoCare Beauty Face Cream ver húðina, er öflugur rakagjafi, eykur teygjanleika og sléttir yfirborð húðarinnar. Þessi vörn varðveitir æskuljóma húðarinnar og ver hana fyrir ertingu og ótímabærum skaða.

Andlitskrem frá ChitoCare, 7.499 kr.
Andlitskrem frá ChitoCare, 7.499 kr.

Rose Radiance frá Clarins

Ljómaaukandi dagkrem sem er hún er hannuð fyrir húð sem glímir við aldurstengdar hormónabreytingar. Blanda sjö plöntukjarna endurlífgar ungleika og ljóma húðarinnar. Einstök áferð sem gengur auðveldlega inn í húðina og gerir hana samstundis ljómameiri. Það sem þarf á veturna!

Rose Radiance frá Clarins kostar 18.999 kr.
Rose Radiance frá Clarins kostar 18.999 kr.

Toleriane frá La Roche-Posay

Nærandi og róandi dagkrem fyrir normal húð. Sérstaklega hannað fyrir viðkvæma húð sem finnur fyrir einkennum ofnæmis á húðinni. 

Toleriane frá La Roche-Posay kostar 4.799 kr.
Toleriane frá La Roche-Posay kostar 4.799 kr.
mbl.is