Erdogan fagnar handtökuskipuninni

Ísrael/Palestína | 23. nóvember 2024

Erdogan fagnar handtökuskipuninni

Recep Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, fagnar handtökuskipun Alþjóðaglæpa­dóm­stól­sins í Haag á hendur Benjamíns Netanjahús, forseta Ísraels.

Erdogan fagnar handtökuskipuninni

Ísrael/Palestína | 23. nóvember 2024

Erdogan á ekki í góðu sambandi við stjórnvöld í Ísrael.
Erdogan á ekki í góðu sambandi við stjórnvöld í Ísrael. AFP/Ozan Kose

Recep Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, fagnar handtökuskipun Alþjóðaglæpa­dóm­stól­sins í Haag á hendur Benjamíns Netanjahús, forseta Ísraels.

Recep Tayyip Erdogan, for­seti Tyrk­lands, fagnar handtökuskipun Alþjóðaglæpa­dóm­stól­sins í Haag á hendur Benjamíns Netanjahús, forseta Ísraels.

„Við styðjum handtökuskipunina. Við teljum mikilvægt að allar aðildarþjóðir fylgi þessari hugrökku ákvörðun til að endurnýja traust mannkynsins á alþjóðakerfinu,“ sagði Erdogan í ræðu í Istanbúl.

Dóm­ar­ar við dóm­stól­inn hafa gefið út hand­töku­skip­un á hend­ur Netanjahú, Yoav Gallant, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Ísra­els, og Mohammed Deif, ein­um af yf­ir­mönn­um Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Netanjahú sakar dómstólinn um gyðingahatur

Netanjahú hefur sakað dómstólinn um gyðingahatur og handtökuskipunin hefur verið fordæmd harðlega af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erdogan hefur ítrekað gagnrýnt Ísraelsríki.

„Það er mjög brýnt að vestræn ríki, sem hafa um árabil kennt heiminum lexíu um lög, réttlæti og mannréttindi, standi við loforð sín á þessu stigi,“ bætti Erdogan við, en land hans er ekki aðili að dómstólnum.

mbl.is