„Gert á kostnað brostinna hjarta“

Kóngafólk | 23. nóvember 2024

„Gert á kostnað brostinna hjarta“

„Mér finnst að einkaskólakerfið í Bretlandi hafi í grunninn verið byggt upp til þess að búa til starfsmenn fyrir breska heimsveldið en það hafi verið gert á kostnað brostinna hjarta. Þannig lít ég á málið,“ sagði Lávarður Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, á erindi sem hann hélt á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Spencer var beittur gríðarlegu ofbeldi í einkaskóla og hefur gagnrýnt það kerfi harkalega í nýjustu bók sinni A Very Private School.

„Gert á kostnað brostinna hjarta“

Kóngafólk | 23. nóvember 2024

Charles Spencer lávarður ræddi við fólk á Edition hótelinu í …
Charles Spencer lávarður ræddi við fólk á Edition hótelinu í gær.

„Mér finnst að einkaskólakerfið í Bretlandi hafi í grunninn verið byggt upp til þess að búa til starfsmenn fyrir breska heimsveldið en það hafi verið gert á kostnað brostinna hjarta. Þannig lít ég á málið,“ sagði Lávarður Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, á erindi sem hann hélt á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Spencer var beittur gríðarlegu ofbeldi í einkaskóla og hefur gagnrýnt það kerfi harkalega í nýjustu bók sinni A Very Private School.

„Mér finnst að einkaskólakerfið í Bretlandi hafi í grunninn verið byggt upp til þess að búa til starfsmenn fyrir breska heimsveldið en það hafi verið gert á kostnað brostinna hjarta. Þannig lít ég á málið,“ sagði Lávarður Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu, á erindi sem hann hélt á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Spencer var beittur gríðarlegu ofbeldi í einkaskóla og hefur gagnrýnt það kerfi harkalega í nýjustu bók sinni A Very Private School.

„Ég var sendur á hræðilegan stað. Ég kallaði bókina mína A Very Private School vegna þess að það hversu lokaður hann var gerði það að verkum að margt misjafnt fékk að þrífast þar.“

„Ég er viss um að það eru barnaníðingar alls staðar en ég held að mjög vont fólk telji sig komast upp með meira á svona lokuðum stöðum. Þar sem öllu er haldið utan sjónar almennings og foreldra.“

Börn viljandi einangruð

„Við höfðum aldrei aðgang að síma og fengum að skrifa eitt bréf á mánuði sem var lesið yfir af starfsmanni skólans. Ég hef talað við fjölmarga aðstandendur og enginn hafði hugmynd um hvað var í gangi þarna. Skólastjórinn byggði þetta kerfi upp þannig að hann kæmist upp með allt ógeðið.“

„Þetta var ofbeldisfullur staður og ekkert einsdæmi. Ég hef fengið fjöldann allan af bréfum þar sem aðrir lýsa sömu reynslu. Barnaníðingar einangra fórnarlömb sín. Fólk sem ég þekkti afar vel kom til mín og lýsti sinni reynslu og ég hafði ekki hugmynd um það á sínum tíma. Hlutir gerðust fyrir mig. Kvenkynsstarfsmaður beitti mig kynferðislegu ofbeldi þegar ég var 11 ára. Stundum hefur fólk brugðist við þessu með að segja að ég hafi verið heppinn að lenda á séns. Og það hefði kannski átt við þegar ég var 16 eða 17 ára. En 11 ára barn á ekki að upplifa svona. Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hafði á mig.“

Hvar voru foreldrarnir?

„Ég vildi ekki skrifa um þetta til þess að aumka mér heldur til þess að reyna að skilja hvernig þetta gerðist og afhverju foreldrarnir sýndu þessu ekki meiri athygli. Faðir minn var dásamlegur maður og hann féll fyrir þessu leikriti. Foreldrarnir máttu t.d. aldrei heimsækja heimavistina. Í dag yrði þetta aldrei liðið. Ég á sjö börn og ég er stöðugt að spyrja út í kennarana þeirra því ég óska þess að einhver hefði gert það fyrir mig.“

„Margir sem lentu í þessu og eiga foreldra sem eru enn á lífi glíma við að reyni þeir að opna sig um þessa lífsreynslu þá þurfa þeir á sama tíma að glíma við það afhverju foreldrarnir stóðu hjá og leyfðu þessu að gerast.“

„Einn vinur minn leitaði til félagsráðgjafa sem hvatti hann til þess að ræða þessi mál við foreldra sína áður en yrði um seinan. Faðir hans brást illa við og sagði honum að hypja sig. Þannig að þetta er erfitt fyrir margra hluta sakir. Þetta er menningarbundið vandamál.“

Lávarðurinn dásamar Reykjavík á Instagram.
Lávarðurinn dásamar Reykjavík á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is