Hugi sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni

Uppskriftir | 23. nóvember 2024

Hugi sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni

Hugi Rafn Stefánsson kom, sá og sigraði keppnina um Eftirrétt ársins 2024 sem Garri stóð fyrir á Stóru eldhússýningunni fyrr í vetur. Hann galdraði fram ljúffenga bananamús sem dómarnir heilluðust af. Hann sviptir hér hulunni af leyndardómsfullu uppskriftinni af sigurréttinum, bananamúsin og hvaða töfrar liggja að baki. Þeir sem elska banana eiga eftir að njóta þessara dýrðar.

Hugi sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni

Uppskriftir | 23. nóvember 2024

Hugi Rafn Stefánsson vann keppnina um titilinn Eftirréttur ársins 2024 …
Hugi Rafn Stefánsson vann keppnina um titilinn Eftirréttur ársins 2024 sem Garri efni til fyrr í vetur. Hann sviptir hulunni af verðlaunauppskriftinni. Samsett mynd/Micaela Ajanti

Hugi Rafn Stefánsson kom, sá og sigraði keppnina um Eftirrétt ársins 2024 sem Garri stóð fyrir á Stóru eldhússýningunni fyrr í vetur. Hann galdraði fram ljúffenga bananamús sem dómarnir heilluðust af. Hann sviptir hér hulunni af leyndardómsfullu uppskriftinni af sigurréttinum, bananamúsin og hvaða töfrar liggja að baki. Þeir sem elska banana eiga eftir að njóta þessara dýrðar.

Hugi Rafn Stefánsson kom, sá og sigraði keppnina um Eftirrétt ársins 2024 sem Garri stóð fyrir á Stóru eldhússýningunni fyrr í vetur. Hann galdraði fram ljúffenga bananamús sem dómarnir heilluðust af. Hann sviptir hér hulunni af leyndardómsfullu uppskriftinni af sigurréttinum, bananamúsin og hvaða töfrar liggja að baki. Þeir sem elska banana eiga eftir að njóta þessara dýrðar.

Gullfallegur eftirréttur þar sem banani er í forgrunni.
Gullfallegur eftirréttur þar sem banani er í forgrunni. Ljósmynd/Micaela Ajanti

Hugi er matreiðslumaður að mennt og starfar á veitingastaðnum OTO ásamt því að vera partur af Kokkalandsliðinu.

„Það fór mikil vinna í þessa keppni. Allir mínir frídagar fóru í það að æfa fyrir keppnina, ég myndi því segja að mitt leyndarmál sé að æfa sig sem mest og leggja sig allan fram til að sigra svona keppni,“ segir Hugi.

Hugsað er fyrir hverju smáatriði í keppni sem þessari og …
Hugsað er fyrir hverju smáatriði í keppni sem þessari og valinn er réttur diskur til að bera fram réttinn. Ljósmynd/Micaela Ajanti

Hugi segist hafa haft ástríðu fyrir eldamennsku frá því að hann man eftir sér. „Ástríðan mín gagnvart eldamennsku byrjaði í raun bara þegar ég var lítill krakki. Mér fannst virkilega skemmtilegt að skoða í matreiðslubækur, en Disney bækurnar voru í miklu uppáhaldi og út frá þeim ákvað ég að prófa sjálfur að elda réttina úr bókunum.“

Hannaði sín eigin sílikonform

Hann er mjög skapandi í sínu fagi og hefur meðal annars hannað og gert sín eigin sílikonform sem eru mikið í notuð í matargerð og við gerð eftirrétta svo fátt sé nefnt. Hann segir að tilurðina af gerð þeirra hafi í raun verið nokkuð tilviljanakennda.

„Ég var með mikið af hugmyndum af sílikonformum höfðinu sem ég hafði verið að leita af en aldrei fundið, þess vegna ákvað ég að prófa gera þau sjálfur. Síðan er ég búinn að vera kenna mér sjálfur, þróa og læra tæknina, bæði að 3D prenta og þaðan yfir í að blanda silíkon í formin sem ég prenta út. Ég fór síðan að sýna fólki frá mína eigin hönnun, formin, og fólk sýndi hönnuninni strax áhuga. Margri spurðu síðan í framhaldinu hvort ég gæti hannað og útfært þeirra hugmyndir líka. Þaðan fékk ég hugmyndina að byrja selja formin og stofnaði því til fyrirtækið Creative Moldwork,“ segir Hugi.

Miklar æfingar liggja að baki fyrir svona keppni. Nostrað er …
Miklar æfingar liggja að baki fyrir svona keppni. Nostrað er við hvert smáatriði. Ljósmynd/Micaela Ajanti

Hann segi sílikonformin auka möguleikana í framsetningu í matargerð og geri fólki kleift að vera skapandi. „Formin gefa meiri möguleika sköpun í matargerðinni. Þau gefa endalausa möguleika og tækifæri til að nýta listræna hæfileika í meiri mæli við framsetningu réttanna svo dæmi séu tekin.“

Bananinn fer í forgrunni þegar kemur að bragðinu.
Bananinn fer í forgrunni þegar kemur að bragðinu. Ljósmynd/Micaela Ajanti

Vinnur á OTO samhliða æfingum með landsliðinu

Aðspurður segir Hugi framtíðina vera bjarta í matargerðinni sem og í keppnismatreiðslu. „Ég sé framtíðina fyrir mér mjög spennandi og fulla af nýjum tækifærum. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram á OTO á meðan ég er að æfa  með Kokkalandsliðinu en ég dýrka að vinna þar. Við ætlum að ná langt saman í Kokkalandsliðinu og erum ávallt að æfa okkur til að verða betri og auðvitað að stefna hátt í landsliðinu.“

Sigurbananamúsin

Creme Angles

  • 102 g mjólk
  • 102 g rjómi
  • 92 g eggjarauður
  • 20 g sykur
  • ½ vanillustöng
  • 2 matarlímsblöð

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman nema matarlíminu í vatnsbað og hitið upp í 80˚C.
  2. Bætið svo matarlíminu út í og sigtið blönduna.

Mús

  • 316 g Creme Anglaise grunnur
  • 118 g rjómi
  • 171 g Zéphyr Caramel™ 35%
  • 200 g bananamauk
  • 15 g ristað kanilduft
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og leggið til hliðar.
  2. Hellið heitum Creme Angles yfir karamellusúkkulaðið og hrærið vel þar til súkkulaðið er alveg bráðið.
  3. Bætið síðan bananamauki og ristaða kanilduftinu saman við.
  4. Blandið síðan grunninum varlega saman við þeytta rjómann og setjið í mót.

Ís

  • 650 g lychee-mauk
  • 200 g síróp
  • 50 g sítrónusafi
  • 10 g pro crema
  • 2 matarlímsblöð

Aðferð:

  1. Sírópið er hituð upp að suðu og bætið svo matarlímsblöðunum, lychee-maukinu og sítrónusafanum út í.
  2. Hrærið vel saman, látið svo kólna og bætið pro crema út í.
  3. Setjið í Pacojet og frystið.

Samsetning og framsetning

  1. Vert er að hafa myndina í huga við framsetningu réttarins.
mbl.is