Ómótstæðilega ljúffengt heitt jólasúkkulaði með heimagerðum sykurpúða

Uppskriftir | 23. nóvember 2024

Ómótstæðilega ljúffengt heitt jólasúkkulaði með heimagerðum sykurpúða

Síðustu daga hefur kuldaboli látið á sér kræla hjá landsmönnum og þá er ekkert betra en að sitja inni í huggulegheitum með ljúffengan heitan drykk sem yljar. Finnur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands, á heiður­inn af upp­skrift­inni.

Ómótstæðilega ljúffengt heitt jólasúkkulaði með heimagerðum sykurpúða

Uppskriftir | 23. nóvember 2024

Heitt jólasúkkulaði með heimagerðum sykurpúða sem yljar á aðventunni.
Heitt jólasúkkulaði með heimagerðum sykurpúða sem yljar á aðventunni. mbl.is/Árni Sæberg

Síðustu daga hefur kuldaboli látið á sér kræla hjá landsmönnum og þá er ekkert betra en að sitja inni í huggulegheitum með ljúffengan heitan drykk sem yljar. Finnur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands, á heiður­inn af upp­skrift­inni.

Síðustu daga hefur kuldaboli látið á sér kræla hjá landsmönnum og þá er ekkert betra en að sitja inni í huggulegheitum með ljúffengan heitan drykk sem yljar. Finnur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands, á heiður­inn af upp­skrift­inni.

Finnur Prigge er afar hæfileikaríkur bakari og líka góður kokkur. …
Finnur Prigge er afar hæfileikaríkur bakari og líka góður kokkur. Hann hefur ástríðu fyrir því að töfra fram girnilegar kræsingar fyrir hátíðirnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Hann veit fátt betra en að bjóða sínum bestu upp á heitt jólasúkkulaði á aðventunni og eiga notalegar stundir með þeim við kertaljós.

Sjáið hvernig Finnur fer að hér:

@finnur_prigge Heitt jóla súkkulaði & heimagerður sykurpúði🎄😋 uppskrift keþue á mbl.is á morgun #christmas #fyp #fyrirþig #iceland #foryoupag ♬ Rockin' Around The Christmas Tree - Brenda Lee

Heitt jólasúkulaði með heimagerðum sykurpúða

Sykurpúði

  • 180 g vatn                                             
  • 330 g sykur                                           
  • 120 g kornsíróp                               
  • 1 stk. vanillustöng                         
  • 10 stk. matarlím                             
  • 300 g vatn fyrir matarlím         

Aðferð:

  1. Setjið matarlím í kalt vatn.
  2. Kljúfið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin úr.
  3. Setjið fræin, sykur, kornsíróp og vatn í pott og sjóðið upp í 110 – 120 gráður.
  4. Takið matarlímið úr vatninu og setjið út í sírópið og þeytið í hrærivél.
  5. Smyrjið form með olíu og smyrjið sykurpúða í deiginu.
  6. Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir og skerið í hentuga bita.

Heitt jólasúkkulaði

  • 500 g mjólk                                          
  • 100 g suðusúkkulaði                   
  • 2 msk. kakó                                         
  • 2 msk. sykur                                       
  • 1 tsk. kanill                                          
  • 1 msk. vanilludropar                   
  • 100 g rjómi                                           

Aðferð:

  1. Hitið mjólk upp að suðu og skerið súkkulaðið á meðan.
  2. Setjið allt nema rjómann út í mjólkina og hrærið þar til þetta er kekkjalaust.
  3. Setjið rjómann út í og látið sjóða upp.
  4. Setjið sykurpúða á grillprjón og brennið með litlum gasbrennara eða kerti.
  5. Hellið heitu súkkulaði í fallegan bolla og leggið grillprjóninn með sykurpúðanum á yfir bollann og berið fram.
mbl.is