Snorri hjólar í Ríkisútvarpið

Alþingiskosningar 2024 | 23. nóvember 2024

Snorri hjólar í Ríkisútvarpið

„Hvað er RÚV? Ríkisútvarpið það er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Þetta væri ekkert stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þú sem skattgreiðandi þarft að borga fyrir allt dæmið 21 þúsund kall á ári.“

Snorri hjólar í Ríkisútvarpið

Alþingiskosningar 2024 | 23. nóvember 2024

Snorri er ekki sáttur með myndskeið sem RÚV hefur verið …
Snorri er ekki sáttur með myndskeið sem RÚV hefur verið að framleiða til að kynna flokkanna. Samsett mynd/Samtök Iðnaðarins/mbl.is/Eggert

„Hvað er RÚV? Ríkisútvarpið það er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Þetta væri ekkert stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þú sem skattgreiðandi þarft að borga fyrir allt dæmið 21 þúsund kall á ári.“

„Hvað er RÚV? Ríkisútvarpið það er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Þetta væri ekkert stórmál ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þú sem skattgreiðandi þarft að borga fyrir allt dæmið 21 þúsund kall á ári.“

Þetta segir Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður, í myndskeiði sem hann deildi á samfélagsmiðlum og hefur vakið mikla athygli.

Í myndskeiðinu gagnrýnir hann meinta hlutdrægni RÚV, en miðillinn hefur verið að gera stutt myndskeið þar sem flokkar í framboði til Alþingis eru kynntir.

„Mætti halda“ að markmiðið sé að láta Miðflokkinn líta illa út

Hann segir RÚV hafa sneitt fram hjá ákveðnum staðreyndum þegar stefnumál Miðflokksins voru reifuð og einnig notað neikvætt orðalag.

„Það mætti halda að markmiðið sé að láta okkur koma svona svolítið illa út,“ segir hann.

Hann ber kynningu RÚV á Miðflokknum saman við kynningu RÚV á Samfylkingunni. Sjón er sögu ríkari og hægt er að horfa á myndskeiðið hér að neðan.


 

mbl.is