Í nótt mældist gosmengun (SO2) í Grindavík og á loftgæðamælum suður af gosstöðvunum í styrk sem er óhollur fyrir viðkvæma.
Í nótt mældist gosmengun (SO2) í Grindavík og á loftgæðamælum suður af gosstöðvunum í styrk sem er óhollur fyrir viðkvæma.
Í nótt mældist gosmengun (SO2) í Grindavík og á loftgæðamælum suður af gosstöðvunum í styrk sem er óhollur fyrir viðkvæma.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands og segir að vegna ríkjandi norðaustanáttar í dag og á næstunni má búast við að áfram mælist gosmengun á svæðinu.
„Forðist áreynslu utandyra og börn eiga ekki að vera úti við. Slökkvið á loftræstingu og lokið gluggum.“
Að öðru leyti hafa ekki orðið sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti gossins í nótt.
Fylgjast má með loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is.