Kálfur kom í heiminn á kosningafundi Sjálfstæðisflokksins í Gunnbjarnarholti á Suðurlandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að þetta hafi verið óvæntur en skemmtilegur glaðningur.
Kálfur kom í heiminn á kosningafundi Sjálfstæðisflokksins í Gunnbjarnarholti á Suðurlandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að þetta hafi verið óvæntur en skemmtilegur glaðningur.
Kálfur kom í heiminn á kosningafundi Sjálfstæðisflokksins í Gunnbjarnarholti á Suðurlandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að þetta hafi verið óvæntur en skemmtilegur glaðningur.
Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir í Gunnbjarnarholti reka eitt myndarlegasta kúabú landsins ásamt fjölskyldu sinni.
Í gær fór fram í fjósinu um 300 manna kosningafundur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
„Þegar við sjálfstæðismenn vorum að hefja okkar skemmtun í fjósinu í Gunnbjarnarholti tilkynnti Arnar bóndi okkar það að það væri komið að burði hjá einni og að við gætum hugsanlega orðið vitni af því að kálfur myndi fæðast,“ segir Guðrún í samtali við mbl.is og heldur áfram:
„Svo bara gerðist það þarna tveimur tímum seinna að það kom kálfur í heiminn. Arnar og Berglind ábúendur voru búin að segja það að nú myndi líklega fæðast annað hvort Bjarni eða Guðrún,“ segir hún og bætir við kálfurinn hafi verið naut.
Hún kveðst ekki hafa lent í öðru eins í kosningabaráttu og segir að þetta hafi verið mjög gleðilegt.
„Fólk fylgdist vel með og margir sem náðu þessu á símana sína. Þetta var svona aukaatriði í dagskránni hjá okkur og fólk kunni virkilega vel að meta,“ segir hún.
Hún nefnir að þýski ríkismiðillinn ZDF hafi verið á staðnum að fjalla um viðburðinn því þeim þótti svo áhugavert að sjá kosningafund í fjósi. Þar að auki ræddi miðillinn við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um notkun hans á gervigreind í kosningabaráttunni.
Guðrún segir að fundurinn hafi verið góður og segir að hún finni fyrir enn meiri stemningu núna en í síðustu kosningum.
Hún er sannfærð um að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi og bendir á könnun Maskínu sem kom út á fimmtudag þar sem flokkurinn mældist stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi með rúmlega 20% fylgi.
„Það gengur rosalega vel. Við erum búin að fara um allt kjördæmið og hitta gríðarlegan fjölda fólks. Okkur er alls staðar vel tekið, það er fullt á öllum fundum hjá okkur. Þetta er nú bara önnur kosningabaráttan mín og mér finnst vera betri stemning heldur en var fyrir rúmum þremur árum.“