Kanntu að klæða þig fyrir kuldann?

Fatastíllinn | 24. nóvember 2024

Kanntu að klæða þig fyrir kuldann?

Íslendingurinn svarar yfirleitt játandi en stekkur svo út í bíl í þunnri yfirhöfn úr ullar- og akrýlblöndu og notar bílinn sem hefur verið í gangi síðustu tuttugu mínúturnar sem úlpu. Hann frýs nánast úr kulda því það gleymdist að lesa um efnainnihald flíkunnar áður en hún var keypt.

Kanntu að klæða þig fyrir kuldann?

Fatastíllinn | 24. nóvember 2024

Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda.
Það verður að passa að frjósa ekki úr kulda. Unsplash/Emmeli M

Íslend­ing­ur­inn svar­ar yf­ir­leitt ját­andi en stekk­ur svo út í bíl í þunnri yf­ir­höfn úr ull­ar- og akrýl­blöndu og not­ar bíl­inn sem hef­ur verið í gangi síðustu tutt­ugu mín­út­urn­ar sem úlpu. Hann frýs nán­ast úr kulda því það gleymd­ist að lesa um efnainni­hald flík­unn­ar áður en hún var keypt.

Íslend­ing­ur­inn svar­ar yf­ir­leitt ját­andi en stekk­ur svo út í bíl í þunnri yf­ir­höfn úr ull­ar- og akrýl­blöndu og not­ar bíl­inn sem hef­ur verið í gangi síðustu tutt­ugu mín­út­urn­ar sem úlpu. Hann frýs nán­ast úr kulda því það gleymd­ist að lesa um efnainni­hald flík­unn­ar áður en hún var keypt.

Þeir sem eiga bíl kom­ast upp með þetta en þeir sem ganga í vinnu, skóla eða taka strætó þurfa að hugsa öðru­vísi. Þá gild­ir ein regla sem ömm­ur okk­ar hafa töngl­ast á í gegn­um tíðina: nátt­úru­legu efn­in eru yf­ir­leitt betri.

Það að fara út úr húsi í vetr­ar­stíg­vél­um með fínni skó til skipt­is er auðvitað frá­bært ráð, sér­stak­lega fyr­ir for­eldra sem þurfa að hlaupa inn með börn á leik­skóla í slabb­inu. Skór eins og Ugg-skórn­ir eru þá auðvitað gríðarlega hlý­ir enda ullar­fóðraðir og eins og knýj­andi sæng fyr­ir fæt­urna. Loðfóðruð ull­ar­inn­legg eru líka dá­sam­leg og það ráð gleym­ist oft. Þau gera skóna mun hlýrri.

Til­val­in jóla­gjöf

Ullarpeysa er eitt­hvað sem flest­ir hugsa um þegar kalt er í veðri. En ull er ekki bara ull. Kasmír-ull er sú hlýj­asta, oft­ast sú dýr­asta reynd­ar en hún get­ur verið allt að sjö til átta sinn­um hlýrri en mer­ino-ull. Kasmír and­ar einnig vel og er góð með öðrum nátt­úru­leg­um efn­um til að halda á hita. Góð kasmírpeysa er því eins og ofn og er úr­valið af þeim orðið nokkuð gott hér á landi. Beint á jóla­gjafal­ist­ann. Þó að akrýl-peys­an sé betri fyr­ir banka­reikn­ing­inn þá ger­ir hún ekki neitt fyr­ir þig ef þú vilt halda á þér hita. Þau kul­vís­ustu ættu að forðast það efni ásamt viskósi og pó­lýester. 

Hlýra­bol­ur úr ull eða silki er flík sem verður að eiga sem innsta lag. Þá verða skyrt­urn­ar ekki jafn kald­ar og áður. Það er líka gott að sofa í þeim á köld­um nótt­um. Í yf­ir­höfn­um þá eru nátt­úru­leg efni eins og ull og dúnn lang­best. Góð og síð dúnúlpa kem­ur manni langt hér­lend­is þar sem úr­kom­an er mik­il. Peys­ur og jakk­ar úr flís­efni eru líka mjög hlýj­ir og hjálpa til við að halda hit­an­um inni. Þá er mik­il­vægt að hafa innsta lagið úr mer­ino-ull eða silki svo að þú svitn­ir ekki og kóln­ir.

Svo muna að hlaða á sig auka­hlut­um eins og hösk­um, trefl­um og húf­um. Lúff­ur eru jafn­framt hlýrri en hansk­ar þar sem fing­urn­ir verma hvor ann­an. Leður­hansk­ar sem eru fóðraðir með ull þykja mjög góðir og þá húfa og tref­ill úr kasmír-ull.

Ullarpeysa frá Andrá Reykjavík, fæst í Andrá og kostar 29.900 …
Ullarpeysa frá Andrá Reykja­vík, fæst í Andrá og kost­ar 29.900 kr.
Víðar leðurbuxur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og …
Víðar leður­bux­ur frá Oval Square, fást í Galleri 17 og kosta 56.995k r.
Hlýrabolur úr ull frá Farmer's Market sem kostar 7.900 kr.
Hlýra­bol­ur úr ull frá Far­mer's Mar­ket sem kost­ar 7.900 kr.
Leðurlúffur frá Bruun & Stengade, fást í Mathildu og kosta …
Leður­lúff­ur frá Bru­un & Steng­a­de, fást í Mat­hildu og kosta 14.990 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kostar 35.000 kr.
100% kasmírpeysa frá Cos sem kost­ar 35.000 kr.
Sokkar úr ullar- og kasmírblöndu. Fást í Zöru og kosta …
Sokk­ar úr ull­ar- og kasmír­blöndu. Fást í Zöru og kosta 3.795 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kostar 89.900 kr.
Síð dúnúlpa frá 66°Norður sem kost­ar 89.900 kr.
Jodis stígvél, fást í Kaupfélaginu og kosta 34.995 kr.
Jod­is stíg­vél, fást í Kaup­fé­lag­inu og kosta 34.995 kr.
Þröngur ullarbolur frá Filippu K sem kostar 26.995 kr. og …
Þröng­ur ull­ar­bol­ur frá Fil­ippu K sem kost­ar 26.995 kr. og fæst í GK Reykja­vík.
Fallegur ullar- og kasmírjakki frá Filippu K. Fæst í Evu …
Fal­leg­ur ull­ar- og kasmírjakki frá Fil­ippu K. Fæst í Evu og kost­ar 146.995 kr.
mbl.is