Gervitungl bandarísku geimvísindastofnunarinnar Nasa, Landsat-8, fangaði fyrr í dag myndir af gosstöðvunum úr lofti.
Gervitungl bandarísku geimvísindastofnunarinnar Nasa, Landsat-8, fangaði fyrr í dag myndir af gosstöðvunum úr lofti.
Gervitungl bandarísku geimvísindastofnunarinnar Nasa, Landsat-8, fangaði fyrr í dag myndir af gosstöðvunum úr lofti.
Annars vegar má sjá hefðbundna ljósmynd og hins vegar fjölrófsmynd, þar sem innrauðar rásir eru nýttar til að greina það sem er að gerast í hraunbreiðunni. Báðar sýna þó sama svæði á sama tíma.
Myndirnar voru teknar klukkan 12:52 í dag en bandaríska jarðfræðistofnunin tekur við myndunum og sér um gagnavörsluna og miðlun myndanna.
Fjölrófsmyndin sýnir greinilega hvernig hraun rennur undir hraunbreiðunni til austurs og vesturs.
Greina má tvo gíga fyrir miðju, annars vegar nyrsta gíginn sem rýkur úr. Sjá má hraun renna úr honum til austurs.
Hins vegar er gígur fyrir miðju myndarinnar og þar má sjá hraun renna til vesturs.
Varla má sjá syðsta gíginn á myndinni en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við mbl.is fyrir skömmu að sá gígur væri með langminnstu virknina.
Á fjölrófsmyndinni má einnig aðgreina venjuleg ský frá gosmekki eins og sést á blálituðum mökk úr nyrsta gíg.