Nýtt rafmagnsmastur reist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. nóvember 2024

Nýtt rafmagnsmastur reist

Nýtt rafmagnsmastur verður reist innan varnargarðsins við Svartsengi og mun það hækka leiðarana um 12-14 metra.

Nýtt rafmagnsmastur reist

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 24. nóvember 2024

Vinna við undirbúning mastursins fer strax í gang.
Vinna við undirbúning mastursins fer strax í gang. Facebook/Landsnet

Nýtt rafmagnsmastur verður reist innan varnargarðsins við Svartsengi og mun það hækka leiðarana um 12-14 metra.

Nýtt rafmagnsmastur verður reist innan varnargarðsins við Svartsengi og mun það hækka leiðarana um 12-14 metra.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landsnets á Facebook. 

Segir þar að hraunrennsli hafi minnkað verulega í dag en að enn sé rennsli til vesturs á þeim stað sem línan fór í sundur, en Svartsengislína 1 fór úr rekstri er hraun rann undir línuna á fimmtudag. 

Þá hefur þykkt hraunsins á bilanastað aukist um rúma 8 metra frá því í vor. 

Vinna við undirbúning mastursins fer strax í gang og segir í tilkynningunni að efni komi á staðinn á morgun. 

Þá er stefnt að því að koma línunni í rekstur eins fljótt og hægt er. 

„Við fylgjumst vel með þróun mála, hraunflæði og öryggi á staðnum og munum uppfæra tímalínu viðgerðarinnar eftir þörfum.“

Er þetta þó allt því háð að það dragi úr eldgosinu eða að það stöðvist alveg. 



mbl.is