Rússar hafa fengið hundruð jemenskra skæruliða til liðs við sig í stríðinu í Úkraínu. Skæruliðarnir voru fluttir til Rússlands á vegum undirheimasamtaka sem tengjast hryðjuverkasamtökum Húta í Jemen.
Rússar hafa fengið hundruð jemenskra skæruliða til liðs við sig í stríðinu í Úkraínu. Skæruliðarnir voru fluttir til Rússlands á vegum undirheimasamtaka sem tengjast hryðjuverkasamtökum Húta í Jemen.
Rússar hafa fengið hundruð jemenskra skæruliða til liðs við sig í stríðinu í Úkraínu. Skæruliðarnir voru fluttir til Rússlands á vegum undirheimasamtaka sem tengjast hryðjuverkasamtökum Húta í Jemen.
Financial Times greinir frá.
Norður-Kórea sendi um tíu þúsund hermenn til Rússlands til þess að veita Rússum lið í stríðinu í síðasta mánuði.
Skæruliðarnir, á leið sinni til Rússlands, sögðu blaðamanni FT að þeim hefði verið lofað háum laun og í sumum tilfellum rússneskum ríkisborgararétti.
Við komu þeirra til Rússlands voru þeir strax neyddir til herþjónustu og sendir á fremstu víglínur stríðsins í Úkraínu.
Margir skæruliðanna voru sendir gegn sínum vilja á vegum undirheimasamtaka með tengsl við Húta.
Embættismenn vestanhafs hafa lýst áhyggjum sínum af þróuninni og segja hana gefa til kynna að Rússar séu að færa sig nær klerkastjórninni í Íran.
Ræðismaður Bandaríkjanna í Jemen, Tim Lenderking, staðfesti umfjöllun FT um að Rússar væru í tengslum við Húta og að þeir hefðu rætt vopnaskipti sín á milli, en vildi ekki tjá sig frekar um málið.
„Við vitum að það er starfslið á vegum Rússa í Sana (höfuðborg Jemen) sem er að reyna að efla þessi tengsl,“ sagði hann og að áhyggjur væru uppi um að Rússar gætu veitt Hútum vopn til þess að ráðast á skip í Rauðahafi.
Blaðamenn FT reyndu að ná tali af talsmanni Húta, en hann gaf ekki færi á sér. Mohammed al Bukhaiti, meðlimur Húta, sagði í viðtali við rússneska fjölmiðilinn Meduza fyrr í mánuðinum að Hútar væru í stöðugum samskiptum við yfirvöld í Rússlandi.
Skæruliðarnir voru látnir skrifa undir samning við fyrirtækið Al Jabri sem er á vegum Abdulwali Abdo Hassan al-Jabri, þekkts stjórnmálamanns innan raða Húta.
Elsta nýskráning skæruliða hjá fyrirtækinu var í júlí á þessu ári samkvæmt þeim samningum sem FT hefur undir höndum.
Einn nýliðanna sagði í smáskilaboðum við blaðamann FT að hann teldi sig vera með um 200 öðrum jemenskum skæruliðum á leið til Rússlands.
Hann sagði sig hafa verið ginntan til að skrifa undir samninginn með fögrum orðum um atvinnu við öryggisgæslu eða sem verkfræðingur. Atvinnu sem hann vonaðist til að gæti nýst sér til að fjármagna nám sitt.
Fjórum mánuðum síðar var hann staddur í skógi í Úkraínu á fremstu víglínu stríðsins.