Þingmaður kemur sér á framfæri með húðflúri

Alþingiskosningar 2024 | 24. nóvember 2024

Þingmaður kemur sér á framfæri með húðflúri

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, reynir ýmislegt fyrir sér í atkvæðaveiðum og hefur nú fengið sér húðflúr af einkennismerki Framsóknar á vöfflu.

Þingmaður kemur sér á framfæri með húðflúri

Alþingiskosningar 2024 | 24. nóvember 2024

Hér má sjá afraksturinn.
Hér má sjá afraksturinn. Skjáskot/Youtube

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, reynir ýmislegt fyrir sér í atkvæðaveiðum og hefur nú fengið sér húðflúr af einkennismerki Framsóknar á vöfflu.

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, reynir ýmislegt fyrir sér í atkvæðaveiðum og hefur nú fengið sér húðflúr af einkennismerki Framsóknar á vöfflu.

„Það er nú bara þannig í svona aðdraganda kosningabaráttu að það er erfitt að koma sér á framfæri. Einhvern veginn mætti ég hafa verið duglegri við að segja frá því sem ég hef verið að gera. Mig langaði bara að gera eitthvað skemmtilegt og út fyrir boxið,“ segir Jóhann í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá.

Mun ekki sjá eftir húðflúrinu

Jóhann Friðrik gerði auglýsingu í aðdraganda þingkosninga árið 2017 þar sem hann bauð í vöfflukaffi. Auglýsingin vakti mikla athygli enda stóð á auglýsingunni:

„Komdu í vöfflukaffi föstudaginn 13. okt, kl. 16.00. Annars þarf ég að borða allar vöfflurnar sjálfur!“

Hann segir að það sé engin hætta á því að hann muni sjá eftir húðflúrinu og kveðst hafa verið nógu lengi í Framsókn til að vita hversu miklu máli flokkurinn skipti hann.

Hér má sjá gamla auglýsingu og innblásturinn fyrir húðflúrið.
Hér má sjá gamla auglýsingu og innblásturinn fyrir húðflúrið. Skjáskot/Youtube
Jóhann að fá sér húðflúr.
Jóhann að fá sér húðflúr. Skjáskot/Youtube

Skiptir máli að hafa gaman af lífinu

Hann segir að fjölskyldan hafi tekið vel í gjörninginn og bætir við að hann sé fyrir með eitt húðflúr á öxlinni af skjaldarmerkinu sem dóttir hans húðflúraði á hann.

„Ég held að það skipti máli að hafa gaman af lífinu því að þó að verkefnin séu alls konar og oft erfið þá held ég að maður megi aldrei tapa gleðinni,“ segir Jóhann.

Húðflúrið var frumsýnt í myndskeiði sem Framsókn lét útbúa fyrir sig og hægt er að horfa á á Youtube.

mbl.is