„Við höldum áfram þangað til við erum búin“

Kjaraviðræður | 24. nóvember 2024

„Við höldum áfram þangað til við erum búin“

Ríkissáttasemjari er vongóður um að samkomulag náist um nýjan kjarasamning lækna kvöld og að það takist að afstýra boðuðum verkföllum sem eiga að hefjast á miðnætti.

„Við höldum áfram þangað til við erum búin“

Kjaraviðræður | 24. nóvember 2024

Ástráður Haraldsson,
Ástráður Haraldsson, mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissáttasemjari er vongóður um að samkomulag náist um nýjan kjarasamning lækna kvöld og að það takist að afstýra boðuðum verkföllum sem eiga að hefjast á miðnætti.

Ríkissáttasemjari er vongóður um að samkomulag náist um nýjan kjarasamning lækna kvöld og að það takist að afstýra boðuðum verkföllum sem eiga að hefjast á miðnætti.

Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins hafa fundað í allan dag og gert er ráð fyrir að fundað verði langt fram á kvöld, jafnvel nótt, ef þörf krefur, til að ganga frá samningi.

Skylmingar um einstök atriði taka oft tíma

Heildarmynd nýs kjarasamnings liggur nokkurn veginn fyrir en enn á eftir ganga frá einstökum smáatriðum.

„Það má segja að þetta sé mjög langt komið en það er hins vegar þannig að endanlegur lokafrágangur á textum og skylmingar um einstök smáatriði, taka oft lengri tíma en maður heldur,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Aðspurður hve lengi verði haldið áfram í kvöld segir Ástráður:

„Við höldum áfram þangað til við erum búin vona ég.“

mbl.is