Yfir 40 billjónir til þróunarríkja á ári

Loftslagsvá | 24. nóvember 2024

Yfir 40 billjónir til þróunarríkja á ári

Samkomulag náðist á COP29 loftslagsráðstefnunni í Bakú í Aserbaídjan í nótt eftir þrjá daga af stífum viðræðum. Í samkomulaginu er kveðið á um að framlög ríkra þjóða til fátækari ríkja á hverju ári fram að árinu 2035 skuli nema að minnsta kosti 300 milljörðum Bandaríkjadala, eða rúmlega 40 billjónum íslenskra króna.

Yfir 40 billjónir til þróunarríkja á ári

Loftslagsvá | 24. nóvember 2024

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fór fram í Bakú.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fór fram í Bakú. AFP/Stringer

Sam­komu­lag náðist á COP29 lofts­lags­ráðstefn­unni í Bakú í Aser­baí­djan í nótt eft­ir þrjá daga af stíf­um viðræðum. Í sam­komu­lag­inu er kveðið á um að fram­lög ríkra þjóða til fá­tæk­ari ríkja á hverju ári fram að ár­inu 2035 skuli nema að minnsta kosti 300 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða rúm­lega 40 bill­jón­um ís­lenskra króna.

Sam­komu­lag náðist á COP29 lofts­lags­ráðstefn­unni í Bakú í Aser­baí­djan í nótt eft­ir þrjá daga af stíf­um viðræðum. Í sam­komu­lag­inu er kveðið á um að fram­lög ríkra þjóða til fá­tæk­ari ríkja á hverju ári fram að ár­inu 2035 skuli nema að minnsta kosti 300 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða rúm­lega 40 bill­jón­um ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna frá ár­inu 1992 eru 23 ríki skil­greind sem þróuð ríki, auk Evr­ópu­sam­bands­ins, sem eru ábyrg fyr­ir mestri los­un gróður­húsaloft­teg­unda og því skuld­bund­in til að leggja sitt af mörk­um í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Upp­hæðin hef­ur hækkað um 100 millj­arða á milli ára en samn­ing­ur síðasta árs gild­ir til 2025.

Nokk­ur þró­un­ar­ríki kröfðust hins veg­ar 500 millj­arða árs­fram­laga í viðræðunum.

Í sam­komu­lag­inu seg­ir að fjár­magnið muni koma beint úr fjöl­breytt­um átt­um, svo sem með rík­is­fram­lög­um, fjár­fest­ing­um einka­geir­an­um og ann­arri fjár­mögn­un. 

Þá er vísað í mögu­lega alþjóðlega skatta á flug­sam­göng­ur og sjáv­ar­út­veg.

Von­ir standa til að fjár­magnið muni efla fjár­fest­ingu einka­geir­ans og skili 1,3 bill­jón doll­ur­um fyr­ir næsta ára­tug. Það er sú upp­hæð sem sér­fræðing­ar Sam­einuðu þjóðanna telja að þurfi fyr­ir árið 2035 í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Kína neit­ar að taka þátt

Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið kröfðust þess að ríki sem eru skráð sem þró­un­ar­ríki, en eru orðin auðug, svo sem Kína og Sádi-Ar­ab­ía, ættu að taka þátt í fjár­fram­lög­un­um.

Kína, sem er annað stærsta hag­kerfi heims og það ríki sem los­ar mest af gróður­húsaloft­teg­und­um, hafnaði því og benti á að ríkið veitti nú þegar tví­hliða aðstoð.

Sam­komu­lagið kveður á um að þróuð ríki heims „taki for­yst­una“ í að leggja fram um­samda 300 millj­arða doll­ara og því er gefið til kynna að önn­ur ríki gætu tekið þátt.

Sam­komu­lagið „hvet­ur“ þró­un­ar­ríki til að „leggja sitt af mörk­um“, en það sé þó val­frjálst. 

Allt sem önn­ur ríki heims leggja fram telst til 300 millj­arða doll­ara árs­mark­miðsins.

Næsta lofts­lags­ráðstefna verður hald­in í Bras­il­íu að ári.

mbl.is