17 þúsund þegar greitt atkvæði

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

17 þúsund þegar greitt atkvæði

Um það bil þrjú þúsund Íslendingar kusu utan kjörfundar um helgina og nú hafa í heildina 17.100 kosið utan kjörfundar. Ekki er ólíklegt að yfir 20 þúsund muni kjósa til viðbótar utan kjörfundar.

17 þúsund þegar greitt atkvæði

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Atkvæðagreiðsla er í fullum gangi þó kjördagur gangi ekki garð …
Atkvæðagreiðsla er í fullum gangi þó kjördagur gangi ekki garð fyrr en á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um það bil þrjú þúsund Íslendingar kusu utan kjörfundar um helgina og nú hafa í heildina 17.100 kosið utan kjörfundar. Ekki er ólíklegt að yfir 20 þúsund muni kjósa til viðbótar utan kjörfundar.

Um það bil þrjú þúsund Íslendingar kusu utan kjörfundar um helgina og nú hafa í heildina 17.100 kosið utan kjörfundar. Ekki er ólíklegt að yfir 20 þúsund muni kjósa til viðbótar utan kjörfundar.

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardaginn. 

Þetta segir Einar Jónsson, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Hún [kjörsóknin utan kjörfundar] er örlítið meiri heldur en í forsetakosningunum. Það munar ekki miklu en það er örlítið meira núna á landsvísu. Það er varla marktækur munur,“ segir Einar.

Flestir kosið á höfuðborgarsvæðinu

Hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa 9.850 greitt atkvæði, á Norðurlandi eystra hafa 1.170 greitt atkvæði og á Austurlandi hafa 295 greitt atkvæði.

Á Suðurnesjum hafa 492 kosið, á Suðurlandi hafa 880 kosið og í Vestmannaeyjum hafa 147 kosið.

Hjá sýslumanninum á Vesturlandi hafa 478 kosið, á Vestfjörðum hafa 239 kosið sem er jafn mikið og á Norðurlandi vestra. Rúmlega 3.300 hafa kosið erlendis. 

Gert ráð fyrir tugþúsundum atkvæða í viðbót

Hann segir að um 42 þúsund hafi kosið utan kjörfundar í forsetakosningunum og ef kjörsókn verður áfram svipuð þá má gera ráð á bilinu 20-30 þúsund atkvæðum nú í lokavikunni.

Hann segir aðspurður að flestir kjósi utan kjörfundar í lokavikunni. 

mbl.is