Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt aðgerðir gegn þrjátíu skipum sem þau segja hluta af skuggaflota Rússlands. Þar með eru skipin orðin 73 talsins, sem sæta takmörkunum af hálfu Breta til að svara spellvirkjum og stríðsrekstri Rússa.
Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt aðgerðir gegn þrjátíu skipum sem þau segja hluta af skuggaflota Rússlands. Þar með eru skipin orðin 73 talsins, sem sæta takmörkunum af hálfu Breta til að svara spellvirkjum og stríðsrekstri Rússa.
Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt aðgerðir gegn þrjátíu skipum sem þau segja hluta af skuggaflota Rússlands. Þar með eru skipin orðin 73 talsins, sem sæta takmörkunum af hálfu Breta til að svara spellvirkjum og stríðsrekstri Rússa.
Utanríkisráðherrann David Lemmy segir að þetta séu mestu einstöku þvingunaraðgerðirnar sem kynntar hafa verið til þessa, gegn þeim tank- og flutningaskipum sem Kreml beitir til að komast hjá viðskiptabanninu sem hún sætir.
Aðgerðirnar beinast einnig gegn tveimur rússneskum tryggingafyrirtækjum, sem sökuð eru um að hjálpa til við að reka flotann, en eignarhald skipanna er yfirleitt á huldu og þau án almennilegra trygginga.
Skipin, sem flytja oft rússneska olíu og gas en sigla undir fána annarra ríkja, gera Kremlinni kleift að halda áfram útflutningi þrátt fyrir gildandi viðskiptaþvinganir sem gerðar voru í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu árið 2022.
Fleiri skip sæta nú þvingunum vegna þessa af hálfu Breta en af hálfu Bandaríkjanna, en listi þeirra telur 39 skip, og Evrópusambandsins, sem hefur aðeins beitt sér gegn 19 skipum.
Að sögn stjórnvalda í Lundúnum hafa viðskiptaþvinganirnar haft áhrif, þar sem Rússland þurfi í sífellt auknum mæli að reiða sig á ríki á borð við Norður-Kóreu og Íran fyrir hergögn til stríðsrekstursins.
Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni frá Lundúnum að tvö olíuskip, Artemis, sem flýgur undir hentifána Gabons, og Sea Fidelity, sem merkt er Hondúras, hafi legið aðgerðalaus á Eystrasalti eftir að þvinganir gegn þeim voru tilkynntar í síðasta mánuði.