Dæla, kæla og verja mikilvæg mannvirki

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. nóvember 2024

Dæla, kæla og verja mikilvæg mannvirki

Á nokkrum stöðum er glóandi hraun frá Sundhnúkagígum að nálgast varnargarðana við Svartsengi, en hefur þó ekki náð að skríða yfir þá. Þar kemur til kæling á elfinni; affallsvatni sem kemur frá virkjun HS Orku er dælt á hraunið sem klárlega skilar sínu. Þetta er mat Helga Hjörleifssonar sem stýrir hraunkælingunni.

Dæla, kæla og verja mikilvæg mannvirki

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. nóvember 2024

Landslag Hraun úr gosi síðustu daga hefur breitt úr sér …
Landslag Hraun úr gosi síðustu daga hefur breitt úr sér yfir stórt svæði. Kraftur gossins dvínar en allt er þó óljóst. mbl.is/Hákon

Á nokkrum stöðum er glóandi hraun frá Sundhnúkagígum að nálgast varnargarðana við Svartsengi, en hefur þó ekki náð að skríða yfir þá. Þar kemur til kæling á elfinni; affallsvatni sem kemur frá virkjun HS Orku er dælt á hraunið sem klárlega skilar sínu. Þetta er mat Helga Hjörleifssonar sem stýrir hraunkælingunni.

Á nokkrum stöðum er glóandi hraun frá Sundhnúkagígum að nálgast varnargarðana við Svartsengi, en hefur þó ekki náð að skríða yfir þá. Þar kemur til kæling á elfinni; affallsvatni sem kemur frá virkjun HS Orku er dælt á hraunið sem klárlega skilar sínu. Þetta er mat Helga Hjörleifssonar sem stýrir hraunkælingunni.

Hann kemur úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en menn þaðan og úr slökkviliðum víða af suðvesturhorninu koma að aðgerðum; 4-6 menn á hverri vakt og stundum fleiri.

„Við virkjunina er ein dæla og við hraunið eru sex sprautustútar sem setja út 200 lítra af vatni á sekúndu. Með slíku er hraunveggurinn kældur sem aftur ætti að hlífa varnargörðunum sem reistir hafa verið. Þetta er greinilega að skila nokkrum árangri,“ tiltekur Helgi.

Hann segist vera með frábæran mannskap í þessu verkefni; menn sem hafi unnið á 12 tíma vöktum og ekkert gefið eftir. Héðan í frá verði vaktirnar heldur skemmri, enda séu menn komnir með góð tök á verkefninu og aðsteðjandi hætta ekki söm og var.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Varnir Vatni veitt á glóðir. Orkuverið í Svartsengi sést hér …
Varnir Vatni veitt á glóðir. Orkuverið í Svartsengi sést hér í bakgrunni. mbl.is/Hákon
mbl.is