„Ekki úr háum söðli að detta“

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2024

„Ekki úr háum söðli að detta“

Fundur ríkissáttasemjara og kennara heldur áfram og ekki er vitað hvenær þeim fundi lýkur.

„Ekki úr háum söðli að detta“

Kjaraviðræður | 25. nóvember 2024

Tilboði Kennarasambands Íslands um að ljúka verkfalli í fjórum leikskólum …
Tilboði Kennarasambands Íslands um að ljúka verkfalli í fjórum leikskólum hafi ekki verið svarað af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur ríkissáttasemjara og kennara heldur áfram og ekki er vitað hvenær þeim fundi lýkur.

Fundur ríkissáttasemjara og kennara heldur áfram og ekki er vitað hvenær þeim fundi lýkur.

„Við erum í mjög virkri vinnu að skiptast á hugmyndum og útfærslu og það gengur betur og betur. Það var sosum ekki úr háum söðli að detta en það er allavega komið af stað,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Skipun ríkissáttasemjara til kennara að tjá sig ekki við fjölmiðla er enn í gildi segir Ástráður.

„[...] og verður þar til annað verður ákveðið.“

Skilaboð sveitarfélaga skýr

RÚV greindi frá því fyrr í dag að tilboði Kennarasambands Íslands um að ljúka verkfalli í fjórum leikskólum, að því gefnu að greidd yrðu laun fyrir þann tíma sem leikskólakennarar voru í verkfalli, hafi ekki verið svarað af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aðspurður kveðst Ástráður gera ráð fyrir því að það hafi verið af ásetningi gert:

„Það geri ég ráð fyrir. Er það ekki alveg þekkt að ef einhver gerir þér tilboð um eitthvað og þú svarar því ekki, er það ekki alveg skýrt?“

Samkvæmt skipulagi átti fundur kennara við ríkissáttasemjara að standa yfir frá tíu í morgun til fjögur um eftirmiðdaginn en eitthvað hefur fundurinn dregist á langinn. Þegar blaðamaður náði tali af Ástráði var klukkan slegin fjögur.

Ástráður segir þau ekki hafa ákveðið hve lengi verður fundað í dag eða þá fram á kvöld.

„Við vitum ekki hvenær þessum fundi lýkur.“

mbl.is