Fagna nýjum áfanga í eldi Laxeyjar

Fiskeldi | 25. nóvember 2024

Fagna nýjum áfanga í eldi Laxeyjar

„Fjórði og stærsti skammturinn er kominn í hús!“ segir í færslu á vef Laxeyjar sem vinnur nú að því að koma upp umfangsmiklu landeldi í Vestmennaeyjum.

Fagna nýjum áfanga í eldi Laxeyjar

Fiskeldi | 25. nóvember 2024

Af myndinni að dæma var mikið fagnaðarefni að lífmassi sé …
Af myndinni að dæma var mikið fagnaðarefni að lífmassi sé nú kominn í öll kerfi klakstöðvarinnar. Ljósmynd/Laxey

„Fjórði og stærsti skammturinn er kominn í hús!“ segir í færslu á vef Laxeyjar sem vinnur nú að því að koma upp umfangsmiklu landeldi í Vestmennaeyjum.

„Fjórði og stærsti skammturinn er kominn í hús!“ segir í færslu á vef Laxeyjar sem vinnur nú að því að koma upp umfangsmiklu landeldi í Vestmennaeyjum.

„Í síðustu viku tókum við á móti fjórða skammtinum af hrognum, sem er jafnframt sá stærsti til þessa. Þegar hrognin koma þarf að tryggja að þau fari hratt og örugglega á réttan stað í klakstöðinni. Því er undirbúningur og gott skipulag lykilatriði til að allt gangi smurt fyrir sig, sem auðvitað tókst mjög vel í dag eins og alltaf,“ segir í færslunni.

Lífmassi er nú kominn í öll kerfi seiðastöðvarinnar (klakstöðinni).

mbl.is