„Hjörtun okkar stækkuðu um fimm stærðir“

Frægir fjölga sér | 25. nóvember 2024

„Hjörtun okkar stækkuðu um fimm stærðir“

Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, eignuðust dóttur 13. nóvember. Parið kynntist í kvikmyndaverkefnum og urðu þau strax góðir vinir sem leiddi þau inn á brautir ástarinnar. 

„Hjörtun okkar stækkuðu um fimm stærðir“

Frægir fjölga sér | 25. nóvember 2024

Aníta Briem eignaðist stúlku með kærasta sínum Hafþóri Waldorff.
Aníta Briem eignaðist stúlku með kærasta sínum Hafþóri Waldorff. mbl.is/Anton Brink

Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, eignuðust dóttur 13. nóvember. Parið kynntist í kvikmyndaverkefnum og urðu þau strax góðir vinir sem leiddi þau inn á brautir ástarinnar. 

Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, eignuðust dóttur 13. nóvember. Parið kynntist í kvikmyndaverkefnum og urðu þau strax góðir vinir sem leiddi þau inn á brautir ástarinnar. 

„Hjörtun okkar stækkuðu um fimm stærðir,“ segir Aníta í samtali við Smartland. 

Í viðtali á dögunum sagði Aníta frá því að þrá hennar og Hafþórs að eignast barn saman hafi kviknað snemma en fyrir á hún dótturina Míu sem er 10 ára. 

„Við höf­um verið ótrú­lega lán­söm. Þrá okk­ar Hafþórs eft­ir að eign­ast barn sam­an kviknaði mjög snemma og eft­ir að hafa reynt í nokkra mánuði og af því að ég er kom­in yfir fer­tugt hóf­um við gla­sa­frjóvg­un­ar­ferli, sem tókst svona vel. Við vit­um hversu hepp­in við erum og ein­kenn­ist meðgang­an af ein­skæru þakk­læti.

Ég hef þris­var und­an­farið sett mig í hlut­verk kvenna sem hafa glímt við ófrjó­semi, í til­felli Stein­unn­ar í fyrstu seríu, en þau Bene­dikt höfðu verið að reyna lengi, Hild­ar í Villi­bráð og svo í til­felli Unn­ar í Svari við Bréfi Helgu. Ég hef rann­sakað þetta mikið sem og heyrt sög­ur kvenna og para í þessu ferli. En að hafa upp­lifað þetta per­sónu­lega hef­ur dýpkað allt. Skerpt staðfestu á hvað skipt­ir máli í líf­inu. Við Hafþór höf­um núna verið að gera upp íbúð í Vest­ur­bæn­um sem fer að verða til­bú­in og við hlökk­um til að taka á móti litl­um unga í nóv­em­ber,“ seg­ir hún.

Hvernig er öðru­vísi að ganga með barn í dag en þegar þú eignaðist frumb­urðinn?

„Lík­am­lega líður mér eig­in­lega bet­ur en á fyrstu meðgöngu. Þegar ég gekk með Míu, núna 10 ára dótt­ur mína, bjó ég í Los Ang­eles og fékk að heyra það frek­ar skýr­um orðum að þegar ung­ar leik­kon­ur yrðu barn­haf­andi fynd­ist brans­an­um eða karl­mönn­un­um sem keyrðu brans­ann að þær misstu ein­hvern veg­inn kynþokk­ann og æskuljómann. Mér var ráðlagt að hafa hljótt um meðgöng­una og vera ekk­ert að tala mikið um það að vera orðin móðir. Bara að segja þetta upp­hátt sting­ur mig í hjartað því þetta er svo mikið bull og vit­leysa. Mér finnst þetta eitt það fal­leg­asta, kynþokka­fyllsta og stór­brotn­asta sem ég hef gert í líf­inu. Þess vegna er ynd­is­legt að vera núna á Íslandi þar sem ég hef virki­lega getað notið meðgöng­unn­ar,“ seg­ir Aníta.

Smartland óskar fjölskyldunni til hamingju með litlu dömuna! 

mbl.is