Jólasíld ársins í fötur

Síldarvinnslan | 25. nóvember 2024

Jólasíld ársins í fötur

Að undanförnu hefur starfsfólk fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað unnið við að setja jólasíld ársins í fötur. Jólasíld Síldarvinnslunnar hefur verið framleidd í áratugi og er farið eftir strangri uppskrift við framleiðsluna, að því er segir í færslu á vef útgerðarinnar.

Jólasíld ársins í fötur

Síldarvinnslan | 25. nóvember 2024

Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson …
Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson gæðastjóri stýra síldargerðinni í ár. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Að undanförnu hefur starfsfólk fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað unnið við að setja jólasíld ársins í fötur. Jólasíld Síldarvinnslunnar hefur verið framleidd í áratugi og er farið eftir strangri uppskrift við framleiðsluna, að því er segir í færslu á vef útgerðarinnar.

Að undanförnu hefur starfsfólk fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað unnið við að setja jólasíld ársins í fötur. Jólasíld Síldarvinnslunnar hefur verið framleidd í áratugi og er farið eftir strangri uppskrift við framleiðsluna, að því er segir í færslu á vef útgerðarinnar.

Fram kemur að það færist bæði stemming og mikil gleði í mannskapinn við þessa vinnu, en síld er víða ómissandi partur af hátíðarhöldunum.

Mikil gleði ríkir þegar jólsasíldin er annars vegar.
Mikil gleði ríkir þegar jólsasíldin er annars vegar. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Verkun hófst í september

Samkvæmt venju hófst verkun á hinni geysivinsælu jólasíld Síldarvinnslunnar í september og er uppskriftin leyndarmál. Þeir sem lengst stýrðu framleiðslunni voru Haraldur Jörgensen og Jón Gunnar Sigurjónsson en þeir Sigurpáll Hlöðversson rekstrarstjóri, Oddur Einarsson yfirverkstjóri og Karl Rúnar Róbertsson gæðastjóri hafa tekið við keflinu.

Ofuráhersla er lögð á nokkra þætti þegar framleiðslan fer fram, að sögn þeirra. „Í fyrsta lagi þarf síldin að vera norsk-íslensk gæðasíld sem er nýveidd og flutt vel kæld að landi. Í öðru lagi þarf að flaka síldina strax og hún berst að landi og skera hana niður í hæfilega bita. Í þriðja lagi þurfa bitarnir að liggja í saltpækli í körum í ákveðinn tíma og að því loknu í edikslegi. Í fjórða lagi eru síldarbitarnir settir í tunnur með edikslegi og þar liggja þeir þar til þeim er pakkað í fötur með sykurlegi ásamt grænmeti og viðeigandi kryddjurtum sem eiga sinn þátt í að skapa hið unaðslega og eftirsótta bragð,“ segir í færslunni.

Þessi merka jólasíld er framleidd fyrir starfsfólk Síldarvinnslunnar og þá sem tengjast fyrirtækinu. Auk þess fá Hosurnar, líknarfélag starfsmanna Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, einnig síld í ákveðnu magni sem er seld til styrktar sjúkrahúsinu.

Ljósmynd/Síldarvinnslan
Ljósmynd/Síldarvinnslan
Ljósmynd/Síldarvinnslan
mbl.is