Kæling hraunsins þykir skila góðum árangri

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. nóvember 2024

Kæling hraunsins þykir skila góðum árangri

Nótt er lögð við dag í varnaraðgerðum sem fylgja eldgosinu við Sundhnúkagíga, þar sem hraunelfur hefur runnið að mannvirkjum í Svartsengi. Unnið er að breikkun og hækkun varnargarða þar, svo að glóandi hraun velli ekki yfir þá.

Kæling hraunsins þykir skila góðum árangri

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 25. nóvember 2024

Eldgosið við Sundhnúkagíga sem hófst síðastliðið miðvikudagskvöld er nú heldur …
Eldgosið við Sundhnúkagíga sem hófst síðastliðið miðvikudagskvöld er nú heldur í rénun. mbl.is/Hákon

Nótt er lögð við dag í varnaraðgerðum sem fylgja eldgosinu við Sundhnúkagíga, þar sem hraunelfur hefur runnið að mannvirkjum í Svartsengi. Unnið er að breikkun og hækkun varnargarða þar, svo að glóandi hraun velli ekki yfir þá.

Nótt er lögð við dag í varnaraðgerðum sem fylgja eldgosinu við Sundhnúkagíga, þar sem hraunelfur hefur runnið að mannvirkjum í Svartsengi. Unnið er að breikkun og hækkun varnargarða þar, svo að glóandi hraun velli ekki yfir þá.

Í því skyni er hraunið kælt með því að á jaðar þess er dælt 200 sekúndulítrum af vatni. Slíkt þykir gefa góða raun og bera tilætlaðan árangur, að mati slökkviliðsmanna sem eru á staðnum.

Gosið í rénun

Eldgosið við Sundhnúkagíga sem hófst síðastliðið miðvikudagskvöld er nú heldur í rénun, að mati vísindamanna sem fylgjast grannt með framvindunni. Þrír gígar á eldstöðinni eru enn virkir; sá syðsti og nyrsti en úr honum hefur verið nokkuð stöðugt hraunrennsli. Minnkandi kraftur er í gígnum fyrir miðju sem hefur fætt hrauntröðina sem liggur að Svartsengi. Hættan sem mannvirki þar hafa verið í ætti því heldur að minnka.

Eldgosin á Reykjanesskaga frá því í mars 2021 eru nú orðin alls tíu. Þau hafa staðið mislengi, enda þótt upphaf þeirra hafi yfirleitt verið svipað. „Sem sakir standa erum við stödd inni í miðjum atburði og engin gögn til sem geta sagt til um hvort þetta gos verði það síðasta. Við þurfum að gera ráð fyrir því að atburðarásin taki einhverja stefnu sem við þekkjum ekki,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is