Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar

Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar með því að ná inn á þing í komandi þingkosningum. Framtíð Vinstri grænna sem stjórnmálaflokks er óljós ef þeir ná ekki inn á þing en Sósíalistaflokkurinn næði inn.

Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Píratar eru í kröppum dansi.
Píratar eru í kröppum dansi. Ljósmynd/Píratar

Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar með því að ná inn á þing í komandi þingkosningum. Framtíð Vinstri grænna sem stjórnmálaflokks er óljós ef þeir ná ekki inn á þing en Sósíalistaflokkurinn næði inn.

Píratar gætu skráð sig í sögubækurnar með því að ná inn á þing í komandi þingkosningum. Framtíð Vinstri grænna sem stjórnmálaflokks er óljós ef þeir ná ekki inn á þing en Sósíalistaflokkurinn næði inn.

Þetta segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Hann segir að Vinstri græn sem „hinn róttæki íslenski vinstriflokkur“ hafi alltaf átt fulltrúa á þingi, ef talið er með Alþýðubandalagið.

„Það væru mikil söguleg tíðindi ef að afsprengi Alþýðubandalagsins, Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokksins – Vinstri græn – kæmust ekki inn á þing,“ segir Baldur.

Geta vel fallið af þingi

Ef Vinstri græn kæmust ekki inn á þing en Sósíalistaflokkurinn næði inn á þing þá „er framtíð Vinstri grænna í mikilli óvissu“.

En finnst þér líklegt að VG fari af þingi?

„Samkvæmt könnunum gæti það alveg gerst. Flokkurinn virðist vera í það veikri stöðu,“ svarar Baldur.

Píratar geta toppað Kvennalistann

Píratar eru í kröppum dansi ef marka má skoðanakannanir því í tveimur af síðustu þremur skoðanakönnunum þá mælist flokkurinn ekki á þingi.

Ef þeir komast hins vegar aftur inn á þing þá brjóta þeir blað í sögunni því þá er þetta eini nýi flokkurinn, ef miðað er við fjórflokkinn, sem nær kjöri inn á þing fimm sinnum.

„Bæði Píratar og Kvennalistinn náðu þingmönnum inn í fjórum kosningum í röð. Ef Píratar komast aftur inn á þing komast þeir fram fyrir Kvennalistann og verður sá nýi flokkur á þingi sem oftast hefur komist inn á þing. En það er líka gríðarlega mikil óvissa með það,“ segir hann.

Baldur Þórhallsson.
Baldur Þórhallsson. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is