Vill forgangsraða orkuafhendingu

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Vill forgangsraða orkuafhendingu

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að Framsókn þurfi að vera duglegri við að segja frá góðu starfi í heilbrigðis og samgöngumálum og einnig því sem flokkurinn ætli sér að gera fyrir fólk.

Vill forgangsraða orkuafhendingu

Alþingiskosningar 2024 | 25. nóvember 2024

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að Framsókn þurfi að vera duglegri við að segja frá góðu starfi í heilbrigðis og samgöngumálum og einnig því sem flokkurinn ætli sér að gera fyrir fólk.

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, segir að Framsókn þurfi að vera duglegri við að segja frá góðu starfi í heilbrigðis og samgöngumálum og einnig því sem flokkurinn ætli sér að gera fyrir fólk.

Hún finnur fyrir meðbyr og segir flokkinn vera að sækja í sig veðrið. Hún vill enga öfga í orkumálum og segir að það skipti máli að nýta áfram auðlindirnar.

þá skilar það 15 milljörðum

„Í raun og veru er orkan uppseld, ef svo má segja. Eitt af því fyrsta sem við viljum gera er að tryggja orkuöryggi almennings, tryggja það að heimilin okkar njóti ákveðins forgangs og sömuleiðis minni fyrirtæki,“ segir hún.

Spurð hvort Framsókn sé til í að vera í ríkisstjórn þar sem skilyrði er sett um atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu segir Halla:

„Ég held að auðvitað sé það samtal sem er tekið eftir að kosningaúrslit liggja fyrir,“ segir hún en tekur fram að Íslendingum hafi vegnað vel utan ESB.

mbl.is