Fundi fer að ljúka hjá Læknafélagi Íslands en fundi félagsins við ríkissáttasemjara lauk um hálf sjö. Ekki verður samið í kvöld en vonir bundnar við að samið verði á morgun.
Fundi fer að ljúka hjá Læknafélagi Íslands en fundi félagsins við ríkissáttasemjara lauk um hálf sjö. Ekki verður samið í kvöld en vonir bundnar við að samið verði á morgun.
Fundi fer að ljúka hjá Læknafélagi Íslands en fundi félagsins við ríkissáttasemjara lauk um hálf sjö. Ekki verður samið í kvöld en vonir bundnar við að samið verði á morgun.
„Það er komið gott lokasprettshljóð í fólk,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins. Þegar blaðamaður náði tali af Steinunni voru samningsaðilar Læknafélagsins að leggja lokahönd á verk dagsins.
Hún segir að ekkert hafi gerst á fundi dagsins í dag sem breyti þeirri stöðu að samningsaðilar fari að ná sáttum.
Hún segir viðræður lækna og ríkissáttasemjara halda áfram á morgun en að um flóknar viðræður sé að ræða.
„Þetta er mjög flókið af því þetta er ekki einsleitur hópur sem við erum að semja fyrir og með því að innleiða betri vinnutíma fyrir þennan hóp þá þarf að gera töluvert mikið af breytingum og taka tillit til margs.“
„Eins og staðan er í kvöld þá virkar [morgundagurinn] ekki óyfirstíganlegur og það er pínu von um að það geti klárast þá,“ segir hún.