Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu til þessa í nótt, að sögn úkraínska flughersins. Drónarnir skemmdu byggingar og „mikilvæga innviði“ í þó nokkrum héruðum.
Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu til þessa í nótt, að sögn úkraínska flughersins. Drónarnir skemmdu byggingar og „mikilvæga innviði“ í þó nokkrum héruðum.
Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu til þessa í nótt, að sögn úkraínska flughersins. Drónarnir skemmdu byggingar og „mikilvæga innviði“ í þó nokkrum héruðum.
Fram kemur í tilkynningu frá flughernum að drónarnir hefðu verið 188 talsins og af tegundinni Shahed sem eru framleiddir í Íran.
Flugherinn sagðist hafa skotið niður 76 rússneska dróna í 17 héruðum. 95 til viðbótar fundust ekki á ratsjám eða voru teknir niður af varnarkerfum.
Rússar skutu einnig fjórum flugskeytum á Úkraínu.
„Því miður urðu mikilvægir innviðir fyrir árásum og íbúðir skemmdust í þó nokkrum héruðum vegna umfangsmikilla drónaárása,“ sagði í tilkynningu flughersins.