Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funda áfram í Karphúsinu. Óljóst er hvort að kjarasamningar náist fyrir miðnætti.
Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funda áfram í Karphúsinu. Óljóst er hvort að kjarasamningar náist fyrir miðnætti.
Samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins funda áfram í Karphúsinu. Óljóst er hvort að kjarasamningar náist fyrir miðnætti.
Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.
„Við erum enn þá að vinna í þessu og við erum að reyna að ná öllum endum saman til þess að loka kjarasamningi. Ég satt að segja átta mig ekki á því hvort við náum að klára þá fyrir klukkan tólf [00.00]. Ég veit það ekki en við erum mjög nærri því,“ segir Ástráður.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, sagði í samtali við mbl.is eftir hádegi í dag að henni þætti líklegt að samningar myndu nást fyrir lok dags eða á morgun.