Sonur Katrínar Eddu og Markusar kominn með nafn

Barnanöfn | 26. nóvember 2024

Sonur Katrínar Eddu og Markusar kominn með nafn

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, eignuðust sitt annað barn saman um miðjan nóvember. Nú hafa hjónin opinberað nafn barnsins, sem er drengur. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem fagn­ar tveggja ára af­mæli sínu þann 17. des­em­ber.

Sonur Katrínar Eddu og Markusar kominn með nafn

Barnanöfn | 26. nóvember 2024

Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech greindu frá nafni sonar …
Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech greindu frá nafni sonar síns í gærdag. Skjáskot/Instagram

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, eignuðust sitt annað barn saman um miðjan nóvember. Nú hafa hjónin opinberað nafn barnsins, sem er drengur. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem fagn­ar tveggja ára af­mæli sínu þann 17. des­em­ber.

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eiginmaður hennar, Markus Wasserbaech, eignuðust sitt annað barn saman um miðjan nóvember. Nú hafa hjónin opinberað nafn barnsins, sem er drengur. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem fagn­ar tveggja ára af­mæli sínu þann 17. des­em­ber.

Sonurinn sem er tæplega tveggja vikna gamall hlaut nafnið Aron Atli.

Hjónin greindu frá nafngiftinni í story á Instagram í gærdag og endursköpuðu þekkt atriði úr teiknimyndinni Konungi ljónanna til að deila gleðitíðindunum.

Katrín Edda hefur hreinlega slegið í gegn á Instagram að undanförnu og sankað að sér fylgjendum á miðlinum í þúsundavís. Hún er iðin við að deila lífi sínu á samfélagsmiðlasíðunni og kemur til dyranna eins og hún er klædd.

mbl.is