Stæði fyrir rútur verði skammt frá Bláa lóninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. nóvember 2024

Stæði fyrir rútur verði skammt frá Bláa lóninu

Bláa lónið býst við því að safnstæði fyrir rútur verði staðsett skammt frá lóninu þegar það verður opnað. Þangað myndu rútur koma og fara með ferðamenn með reglubundnum hætti.

Stæði fyrir rútur verði skammt frá Bláa lóninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. nóvember 2024

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, markaðs og þjónustu hjá Bláa lóninu.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, markaðs og þjónustu hjá Bláa lóninu. Samsett mynd/mbl.is Eggert

Bláa lónið býst við því að safnstæði fyrir rútur verði staðsett skammt frá lóninu þegar það verður opnað. Þangað myndu rútur koma og fara með ferðamenn með reglubundnum hætti.

Bláa lónið býst við því að safnstæði fyrir rútur verði staðsett skammt frá lóninu þegar það verður opnað. Þangað myndu rútur koma og fara með ferðamenn með reglubundnum hætti.

Þetta segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, markaðs og þjónustu hjá Bláa lóninu, aðspurð.

Þessi vinsæli ferðamannastaður hefur áður gripið til svipaðra ráða þegar opnað hefur verið eftir eldsumbrot. Sú breyting sem hefur þó orðið er að um 350 bílastæði við Bláa lónið eru komin undir hraun, ásamt rútustæðum. Eins og staðan er núna er eina leiðin inn á svæðið frá Grindavík. 

Hraunið úr eldgosinu rann yfir um 350 bílastæði Bláa lónsins.
Hraunið úr eldgosinu rann yfir um 350 bílastæði Bláa lónsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lónið framlengdi um síðustu helgi lokun til 29. nóvember, eða til næstkomandi föstudags, vegna eldgossins sem er yfirstandandi við Sundhnúkagíga. Lokaði hraunflæði fyrir almenna umferð um Grindavíkurveg og þar með um aðalleiðina að lóninu.

„Við erum enn þá að rýna í stöðuna og skoða okkar möguleika,“ segir Helga, spurð hvort ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið í sambandi við opnun.

„Við vinnum tvo til þrjá daga fram í tímann og erum auðvitað í góðu sambandi við yfirvöld og aðgerðaraðila við að meta stöðuna,“ bætir hún við og reiknar með því að senda út tilkynningu á morgun um nýjustu stöðu mála.

mbl.is