Yfirvöld í Síle vinna markvisst að því að stuðla að meðvitund í umhverfisvænni ferðaþjónustu, sem gagnast bæði náttúru og sveitarfélögum.
Yfirvöld í Síle vinna markvisst að því að stuðla að meðvitund í umhverfisvænni ferðaþjónustu, sem gagnast bæði náttúru og sveitarfélögum.
Yfirvöld í Síle vinna markvisst að því að stuðla að meðvitund í umhverfisvænni ferðaþjónustu, sem gagnast bæði náttúru og sveitarfélögum.
Fjölbreytt landslag Síle hefur lengi laðað að ævintýragjarna ferðalanga og náttúruunnendur. Allt frá þurrustu eyðimörk jarðar í norðri til gróskumikilla skóga, jökla og fjarða í suðri.
Síle-búar vilja nú einblína á verndun landsins og sjálfbæra ferðaupplifun til að tryggja verndun vistkerfa.
Í norðri er Atacama-eyðimörkin, sú þurrasta í heimi, sem er kjörinn staður fyrir stjörnuskoðun sökum fjarlægðar frá allri ljósmengun. í suðri hefur Patagonia-garðurinn verið stækkaður með nýjum gönguleiðum um Pinturas River-gljúfrin.
Gestir geta fylgt leiðinni um Patagonia-garðinn áleiðs að hafnarborginni Puerto Montt eða að Cape Horn, sem markar punktinn þar sem Atlants- og Kyrrahafið mætast.
Í Colchagua-dalnum er hægt að skoða vínekrur, framleiðslu og fara í vínsmökkun.
Tæplega 6.500 kílómetra löng ströndin í Síle býður upp á ýmsa möguleika eins og að fara á brimbretti í sjónum við strandbæinn Pichilemu eða njóta meiri rólegheita á afskekktari strönd á borð við Atacama.
Ferðamálaráð Síle vinnur ötullega að því að efla sjálfbæra ferðaþjónustu með nýjum herferðum og segjast í dag taka frekar á móti ferðamönnum sem eru tilbúnir til að eyða meiru og kunna að meta sjálfbær ferðalög.
Þá er einnig reynt að stækka friðlýst svæði, styðja við endurnýjunarverkefni og auka vistvæna ferðamöguleika. Hótelin og samfélagið allt er meðvitað og tekur þátt, t.a.m leggja mörg hótelanna áherslu á áhrifalítil, umhverfismeðvituð vinnubrögð til að varðveita náttúruauðlindir.
Offerðamennska hefur ekki verið mikið vandamál í Chile, samt sem áður er fylgst með áhrifum gesta á viðkvæm svæði. Það er gert með því að kynna minna þekkta áfangastaði og framfylgja takmörkunum gesta í vinsælum þjóðgörðum.