Viðburður: Kosningauppgjör Spursmála 1. des.

Spursmál | 26. nóvember 2024

Viðburður: Kosningauppgjör Spursmála 1. des.

Á sunnudag munu línur hafa skýrst um það hvernig stjórnmálaflokkarnir koma út úr kosningabaráttunni sem nær hámarki í þessari viku.

Viðburður: Kosningauppgjör Spursmála 1. des.

Spursmál | 26. nóvember 2024

Spursmál Bjarni Benediktsson er í hópi þeirra sem mætt hafa …
Spursmál Bjarni Benediktsson er í hópi þeirra sem mætt hafa á vettvang Spursmála síðustu vikurnar. mbl.is/María Matthíasdóttir

Á sunnudag munu línur hafa skýrst um það hvernig stjórnmálaflokkarnir koma út úr kosningabaráttunni sem nær hámarki í þessari viku.

Á sunnudag munu línur hafa skýrst um það hvernig stjórnmálaflokkarnir koma út úr kosningabaráttunni sem nær hámarki í þessari viku.

Þá um kvöldið efna Morgunblaðið og mbl.is til uppgjörsumræðu undir merkjum Spursmála, þess umræðuvettvangs sem mesta athygli hefur vakið í aðdraganda kosninganna nú.

Þar mun Stefán Einar Stefánsson fá góða gesti í sófann og ræða við þá um úrslit kosninganna og hvers sé að vænta í kjölfar þeirra.

Uppgjörið fer fram á Hilton Reykjavik Nordica við Suðurlandsbraut og hefst formleg dagskrá klukkan 20.00 en húsið verður opnað klukkustund fyrr, eða kl. 19.00. Gestir geta keypta sér léttar veitingar á góðu verði.

Áætlað er að dagskránni ljúki um 22.00.

Takmarkaður miðafjöldi er í boði á þennan hressilega viðburð en hægt er að tryggja sér miða á hann á miðasöluvefnum tix.is.

Aðgangseyrir er 1.990 kr.

mbl.is