Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga er aðeins bundin við nyrsta gíginn eftir að virknin í syðsta gígnum lognaði út af í gær.
Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga er aðeins bundin við nyrsta gíginn eftir að virknin í syðsta gígnum lognaði út af í gær.
Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga er aðeins bundin við nyrsta gíginn eftir að virknin í syðsta gígnum lognaði út af í gær.
Virknin á gosstöðvunum hefur almennt verið mjög stöðug í nótt og það sama má segja um gosóróann.
Má nú ætla að megnið af hrauninu renni til austurs. Ekki er útilokað að hraun renni enn undir storknuðu yfirborði til vesturs.
Engin hreyfing hefur þó sést á hraunbreiðunni sem teygir sig í átt að Svartsengi í nótt.