Normandí, hérað sem er undir töluverðum norrænum áhrifum, er í norðvestur Frakklandi. Þar eru ótal örnefni sem má rekja til norræns uppruna og ættarnöfn íbúa má einnig rekja til norrænna nafna. Í héraðinu er hægt að skoða ýmsa minnisvarða, söfn og strendur.
Normandí, hérað sem er undir töluverðum norrænum áhrifum, er í norðvestur Frakklandi. Þar eru ótal örnefni sem má rekja til norræns uppruna og ættarnöfn íbúa má einnig rekja til norrænna nafna. Í héraðinu er hægt að skoða ýmsa minnisvarða, söfn og strendur.
Normandí, hérað sem er undir töluverðum norrænum áhrifum, er í norðvestur Frakklandi. Þar eru ótal örnefni sem má rekja til norræns uppruna og ættarnöfn íbúa má einnig rekja til norrænna nafna. Í héraðinu er hægt að skoða ýmsa minnisvarða, söfn og strendur.
Í sögulegu samhengi er héraðið ákaflega merkilegt en þar fór fram bardagi 6. júní 1944, einn sá stærsti í sögunni, sem markaði upphafið að endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada réðust til atlögu við strendur Normandí til að berjast við Þjóðverja sem þá höfðu lagt undir sig Frakkland.
Bandalag ríkjanna þriggja sigraði Þjóðverjana og í ágúst sama ár var allt Norður-Frakkland frelsað undan oki Þjóðverja. Það var svo vorið 1945 sem Þjóðverjar lutu lægra haldi fyrir bandalagi landanna og í september það ár leið styrjöldin undir lok.
Á Planet D er farið yfir staði sem spennandi er að skoða í Normandí, hér verður farið yfir brota brot af þeim.
Rúmlega þriggja klukkustunda akstur er frá París til Normandí en einnig er hægt að taka lest frá París til Bayeux og Caen, sem eru bæir í Normandí-héraðinu.
Bayeux er dásamlegur staður til að rölta um steinsteyptar götur sem geyma mikla sögu. Veggteppasafnið í Bayeux, sem staðsett er í gamla prestskólanum, er eitt helsta aðdráttarafl bæjarins.
Safnið er á heimsminjaskrá UNESCO og segir sögu landvinninga Normanna á Englandi árið 1066 með nákvæmum, 70 metra löngum útsaumi.
Dómkirkjan í Bayeux er í stuttri göngufjarlægð frá safninu. Dómkirkjan líkist helst Notre Dame dómkirkjunni í París og á rætur að rekja aftur til 924.
Sainte-Mère-Église er bær í stuttri fjarlægð frá Bayeux og hefur einnig mikið sögulegt gildi í tengslum við orrustuna í seinni heimsstyrjöldinni. Bærinn var sá fyrsti til að vera frelsaður eftir yfirtöku Þjóðverja og því til sönnunar er átakanlegur virðingarvottur til hermanna bandamanna Frakklands.
Sainte-Mère-Église, kirkjan í bænum, er merkileg að því leyti að ef litið er upp á kirkjuturninn sést hvít fallhlíf sem danglar utan á honum.
Þetta er fallhlíf bandaríska fallhlífarmannsins John Steele sem var hengd upp í turninn til minningar um þá fallhlífarstökkvara úr bandaríska hernum sem lentu í bænum fyrir daginn örlagaríka. John Steele brotlenti á turninum og var látin hanga þar og þykjast dauður til að plata Þjóðverja, sem tókst þó ekki, því hann þeir náðu honum síðar.
Skammt frá kirkjunni er Airborne-safnið en það hýsir safn fimm skála sem segja sögu bandarísku 82. og 101. flugherdeildanna.
Svo er hægt að leigja ekta jeppa frá seinni heimsstyrjöldinni og keyra til Pointe du Hoc, þar er 30 metra klettaveggur sem bandarískir fótgönguliðar klifruðu upp í til að verjast Þjóðverjum, bandaríska kirkjugarðsins, þar sem hvíla um 10.000 hermenn, og Omaha-strandarinnar, þar sem orrustan átti sér stað og 4.000 manns létu lífið.