Nanna fékk skyrtuna á góðu verði

Fatastíllinn | 27. nóvember 2024

Nanna fékk skyrtuna á góðu verði

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var gestur Spursmála á dögunum en hún situr í 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Nanna mætti í dökkblárri mynstraðri skyrtu með brúnum og bleikum litum í.

Nanna fékk skyrtuna á góðu verði

Fatastíllinn | 27. nóvember 2024

mbl.is/María Matthíasdóttir

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var gestur Spursmála á dögunum en hún situr í 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Nanna mætti í dökkblárri mynstraðri skyrtu með brúnum og bleikum litum í.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir var gestur Spursmála á dögunum en hún situr í 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Nanna mætti í dökkblárri mynstraðri skyrtu með brúnum og bleikum litum í.

„Skyrtuna keypti ég í „outleti“ í Ameríku,“ svaraði hún þegar hún var spurð að því hvar skyrtan væri keypt. Þá hefur hún eflaust fengið hana á góðu verði. Mynstur skyrtunnar er svokallað „slæðumynstur“ og hefur ávallt verið vinsælt á silkislæðum og klútum. Nú hefur mynstrið þó verið fært yfir á annan fatnað eins og skyrtur og jafnvel buxur.

Það er mjög vinsælt að heimsækja útsölumarkaði í Ameríku enda hægt að gera mjög góð kaup. Þar eru föt til sölu sem eru ekki alveg glæný heldur frá árstíðunum á undan og hægt að versla fatnað og fylgihluti með allt að 70% afslætti.

mbl.is