„Það er mjög langt á milli manna“

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2024

„Það er mjög langt á milli manna“

Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga hafa setið á vinnufundum í allan morgun og gert er ráð fyrir því að sú vinna haldi áfram eftir hádegi. Enn er mjög langt á milli deiluaðila í kjaradeilunni og erfitt er að koma samtalinu í gang.

„Það er mjög langt á milli manna“

Kjaraviðræður | 27. nóvember 2024

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari og Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga hafa setið á vinnufundum í allan morgun og gert er ráð fyrir því að sú vinna haldi áfram eftir hádegi. Enn er mjög langt á milli deiluaðila í kjaradeilunni og erfitt er að koma samtalinu í gang.

Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga hafa setið á vinnufundum í allan morgun og gert er ráð fyrir því að sú vinna haldi áfram eftir hádegi. Enn er mjög langt á milli deiluaðila í kjaradeilunni og erfitt er að koma samtalinu í gang.

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

„Það eru búnir að vera vinnufundir í morgun og við höfum hist. Svo heldur þetta áfram eftir hádegi í einhverju formi,“ segir Ástráður  „Þetta er í mjög rólegum gangi,“ bætir hann við.

Erfitt að koma fólki í gang

Síðastliðinn laugardag varð verulegur framgangur í viðræðunum þegar deiluaðilar náðu að koma sér saman um viðræðugrundvöll og sammælast um ákveðið verkplan, sem var lykilatriði svo samtalið gæti hafist fyrir alvöru.

Þá hafði ekkert þokast í viðræðunum frá því að formlegir samningafundir hófust að nýju á þriðjudag í síðustu viku, eftir sautján daga hlé.

Á laugardag óskaði ríkissáttasemjari líka eftir því við deiluaðila að þeir tjáðu sig ekki við fjölmiðla.

Ástráður segir verkplanið óbreytt og að áfram sé unnið eftir því. Erfitt sé hins vegar að koma samtalinu í gang.

„Það þarf að koma fólki í gang, það er erfitt. Það er mjög langt á milli manna.

„En öll él léttir upp um síðir“

Aðspurður hvort hann sjái þá ekki fyrir sér að það fari eitthvað að þokast í viðræðunum á næstunni, segir hann erfitt að segja til um það.

„En öll él léttir upp um síðir.“

Verkfallsaðgerðir kennara hafa staðið yfir frá því 29. október, en nú eru kennarar í tíu skólum í verkföllum. Fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Verkföll í leikskólum eru ótímabundin en tímabundin á öðrum skólastigum.

Þann 10. desember, bætast kennarar í tíu leikskólum í hóp þeirra sem eru í verkföllum og þann 6. janúar bætast við kennarar í fjórum grunnskólum.

mbl.is